Íslenski boltinn

Cosic skaut Njarð­vík á toppinn áður en hann fer til KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cosic reyndist hetja Njarðvíkur.
Cosic reyndist hetja Njarðvíkur. Vísir/ÓskarÓ

Amin Cosic skoraði eina mark Njarðvíkur í 1-0 útsigri á Fylki í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Cosic kveður því með stæl en hann er að ganga til liðs við KR sem leikur í Bestu deild karla.

Markið kom þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Lautinni. Um var að ræða fyrsta leik Fylkis undir stjórn Arnars Grétarssonar.

Njarðvík er nú á toppi deildarinnar með 27 stig að loknum 13 leikjum. ÍR er með 25 stig og leik til góða í 2. sætinu. Breiðhyltingar mæta Völsungi á Húsavík á morgun, laugardag.

Keflavík vann ótrúlegan 5-4 sigur á Fjölni eftir að lenda undir á fyrstu mínútu og Selfoss vann góðan útisigur á Grindavík án Jóns Daða Böðvarssonar sem er ekki kominn með leikheimild.

Önnur úrslit

  • Leiknir Reykjavík 1-1 Þróttur Reykjavík
  • HK 1-2 Þór Akureyri

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×