„Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 13. júlí 2025 20:39 Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Vísir/Lýður/Anton Brink Hitinn á landinu næstu daga gæti náð hvorki meira né minna en 28 stigum og segir veðurfræðingur það raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Á veðurkortum Veðurstofunnar má sjá að á morgun er spáð sól og hita yfir tuttugu stigum á öllu landinu. Oddur Ævar ræddi við Óla Þór Árnason veðurfræðing í kvöldfréttum Sýnar um veðrið næstu daga. Eru hitamet að fara að falla á morgun? „Það er alveg raunhæfur möguleiki. Metin eru frá 1939 í júní, 30,5 gráður á Teigarhorni og aðeins lægri á Kirkjubæjarklaustri og það er alveg rými á morgun til þess að slá metin,“ sagði Óli Þór. Hvar er líklegast að þetta hitamet falli? „Eins og staðan er núna þá er líklegast inn til landsins á norðausturlandi, Mývatn gæti verið góður kandídat til dæmis. Eða jafnvel á Suðurlandsundirlendinu einhvers staðar, þar nær hafgola líklega ekki að hafa áhrif á morgun. Flestir aðrir landshlutar fá einhverja hafgolu þannig það truflar svolítið hæstu tölurnar.“ Fólk fær mikinn hita og líka sól? „Já, það verður býsna bjart og gott veður um allt land. Vissulega svolíið misskipt, það er einhver þokuhætta við norðausturströndina en annars bara mjög gott veður á landinu,“ sagði Óli. Röðin komin að Íslandi Hvenær fara skýin að banka upp á aftur hjá okkur? „Þriðjudagurinn er svipaður, ekki eins háar hitatölur en mjög gott veður. Síðan frá og með miðvikudegi er gert ráð fyrir að það komi síðdegisskúrir nokkuð víða um land. Þannig það er kannski eins gott að njóta þessara daga núna.“ Þetta er alveg einstaklega gott veður þessa dagana, er þetta bara eðlilegt fyrir júlímánuð? „Það er ansi margt sem þarf að hitta, við þurfum að fá þetta hlýja loft frá Evrópu, það þarf að rata alla leið til okkar og vindáttin að vera rétt. Það eru ansi mörg ef sem þurfa að ganga saman til þess að fá þetta. Núna er röðin komin að okkur að fá smá hlýindi,“ sagði Ólafur Þór að lokum. Veður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Sjá meira
Á veðurkortum Veðurstofunnar má sjá að á morgun er spáð sól og hita yfir tuttugu stigum á öllu landinu. Oddur Ævar ræddi við Óla Þór Árnason veðurfræðing í kvöldfréttum Sýnar um veðrið næstu daga. Eru hitamet að fara að falla á morgun? „Það er alveg raunhæfur möguleiki. Metin eru frá 1939 í júní, 30,5 gráður á Teigarhorni og aðeins lægri á Kirkjubæjarklaustri og það er alveg rými á morgun til þess að slá metin,“ sagði Óli Þór. Hvar er líklegast að þetta hitamet falli? „Eins og staðan er núna þá er líklegast inn til landsins á norðausturlandi, Mývatn gæti verið góður kandídat til dæmis. Eða jafnvel á Suðurlandsundirlendinu einhvers staðar, þar nær hafgola líklega ekki að hafa áhrif á morgun. Flestir aðrir landshlutar fá einhverja hafgolu þannig það truflar svolítið hæstu tölurnar.“ Fólk fær mikinn hita og líka sól? „Já, það verður býsna bjart og gott veður um allt land. Vissulega svolíið misskipt, það er einhver þokuhætta við norðausturströndina en annars bara mjög gott veður á landinu,“ sagði Óli. Röðin komin að Íslandi Hvenær fara skýin að banka upp á aftur hjá okkur? „Þriðjudagurinn er svipaður, ekki eins háar hitatölur en mjög gott veður. Síðan frá og með miðvikudegi er gert ráð fyrir að það komi síðdegisskúrir nokkuð víða um land. Þannig það er kannski eins gott að njóta þessara daga núna.“ Þetta er alveg einstaklega gott veður þessa dagana, er þetta bara eðlilegt fyrir júlímánuð? „Það er ansi margt sem þarf að hitta, við þurfum að fá þetta hlýja loft frá Evrópu, það þarf að rata alla leið til okkar og vindáttin að vera rétt. Það eru ansi mörg ef sem þurfa að ganga saman til þess að fá þetta. Núna er röðin komin að okkur að fá smá hlýindi,“ sagði Ólafur Þór að lokum.
Veður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Sjá meira