Á góðum stað fyrir mikil átök Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals er spenntur fyrir komandi baráttu. Vísir/Ívar „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. „Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
„Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira