Á góðum stað fyrir mikil átök Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals er spenntur fyrir komandi baráttu. Vísir/Ívar „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. „Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira