„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2025 09:32 Bjarni Jóhannsson fagnar komu Jóns Daða. Vísir/Sigurjón Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum. Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“ UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“
UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira