„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2025 09:32 Bjarni Jóhannsson fagnar komu Jóns Daða. Vísir/Sigurjón Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum. Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“ UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“
UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki