Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2025 12:00 Toppsætið er þeirra með sigri. Vísir/Diego Eftir smá bras í upphafi móts hafa Valsmenn fundið taktinn í undanförnum leikjum og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Með sigri í Garðabæ komast lærisveinar Túfa, Srdjan Tufegdzic, á topp deildarinnar. Valsmenn náðu aðeins í stig gegn nýliðum Vestra á heimavelli í 1. umferð og gerðu svo jafntefli við ungt lið KR í 2. umferð. Í 5. umferð fékk liðið skell í Kaplakrika og var sæti Túfa orðið heitt. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra af fimm leikjum sínum. Eina tapið kom gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogvelli. Þó það sé ekki við markvörðinn Stefán Þór Ágústsson að sakast þá er allt annað að sjá liðið með Frederik Schram milli stanganna enda einn besti markvörður deildarinnar. Sem stendur hafa aðeins Vestri og Víkingur fengið á sig færri mörk en Valur. Það er hins vegar fjöldi skoraðra marka sem vekur hvað mesta athygli. Þegar 10. umferðir eru búnar hafa Valsmenn skorað 22 mörk. Aðeins skemmtikraftarnir í KR hafa skorað fleiri en eða 28 talsins. Danski markahrókurinn Patrick Pedersen hefur skorað 9 mörk til þessa, Tryggvi Hrafn Haraldsson er með fimm, Jónatan Ingi Jónsson þrjú og Lúkas Logi Heimisson tvö. Þá hafa Birkir Heimisson og Aron Jóhannsson skorað eitt hvor. Endurkoma Birkis eftir að spila með Þór Akureyri í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð hefur breytt miklu fyrir Valsliðið. Ásamt því að gefa liðinu aukinn kraft á miðsvæðinu – þrátt fyrir að spila mikið í bakverði - þá hefur Heimir lagt upp fjögur mörk á leiktíðinni ef marka má tölfræðiveituna Wyscout. Enginn leikmaður Bestu deildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk. Með sigri í dag fer Valur, um tíma að minnsta kosti, upp i toppsætið. Eitthvað sem erfitt var að sjá fyrir þegar fimm umferðir voru búnar. Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19.15. Bein útsending Sýnar Sport hefst klukkan 19.00. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Valsmenn náðu aðeins í stig gegn nýliðum Vestra á heimavelli í 1. umferð og gerðu svo jafntefli við ungt lið KR í 2. umferð. Í 5. umferð fékk liðið skell í Kaplakrika og var sæti Túfa orðið heitt. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra af fimm leikjum sínum. Eina tapið kom gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogvelli. Þó það sé ekki við markvörðinn Stefán Þór Ágústsson að sakast þá er allt annað að sjá liðið með Frederik Schram milli stanganna enda einn besti markvörður deildarinnar. Sem stendur hafa aðeins Vestri og Víkingur fengið á sig færri mörk en Valur. Það er hins vegar fjöldi skoraðra marka sem vekur hvað mesta athygli. Þegar 10. umferðir eru búnar hafa Valsmenn skorað 22 mörk. Aðeins skemmtikraftarnir í KR hafa skorað fleiri en eða 28 talsins. Danski markahrókurinn Patrick Pedersen hefur skorað 9 mörk til þessa, Tryggvi Hrafn Haraldsson er með fimm, Jónatan Ingi Jónsson þrjú og Lúkas Logi Heimisson tvö. Þá hafa Birkir Heimisson og Aron Jóhannsson skorað eitt hvor. Endurkoma Birkis eftir að spila með Þór Akureyri í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð hefur breytt miklu fyrir Valsliðið. Ásamt því að gefa liðinu aukinn kraft á miðsvæðinu – þrátt fyrir að spila mikið í bakverði - þá hefur Heimir lagt upp fjögur mörk á leiktíðinni ef marka má tölfræðiveituna Wyscout. Enginn leikmaður Bestu deildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk. Með sigri í dag fer Valur, um tíma að minnsta kosti, upp i toppsætið. Eitthvað sem erfitt var að sjá fyrir þegar fimm umferðir voru búnar. Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19.15. Bein útsending Sýnar Sport hefst klukkan 19.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki