Krefst fimm prósenta til varnarmála: „Allir þurfa að leggja hönd á plóg“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 08:08 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO. NATO Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins verða að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Þá verður Evrópa og Kanada að hætta að reiða sig á hermátt Bandaríkjanna og standa á eigin fótum. Þetta er meðal þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann mætti á ráðherrafund NATO sem fram fer í Brussel í dag. Hann ávarpaði blaðamenn við hlið Mark Rutte, framkvæmdastjóra bandalagsins, og sagðist koma á fundinn með skýr skilaboð. Hegseth lofaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að blása nýju lífi í NATO og fá aðildarríki til að verja meira til varnarmála. Hann sagði NATO þurfa að sýna fælingarmátt og halda friði gegnum styrkleika. Ríki NATO gætu þó ekki lengur reitt sig á Bandaríkin að eins miklu leyti. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Hegseth. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. „Þetta getur ekki allt snúist um fánana sem við elskum. Þetta verður að snúast um þær fylkingar sem við eigum. Það er aflið sem hefur fælingarmátt.“ Hegsseth sagði einnig að Bandaríkjamenn væru stoltir af þátttöku þeirra í NATO og af því að standa með bandamönnum þeirra en þeir gætu ekki staðið einir og bandamennirnir þyrftu að bæta getu sína. Innviðir taldir með Fastlega er búist við því að varnarmálaráðherrar NATO muni samþykkja í dag að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Lokaákvörðun verður svo tekin á leiðtogafundi í Haag seinna í júní. Það er viðmið sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en þó nokkur aðildarríki ná því viðmiði ekki. Líklegt er að til að ná þessum fimm prósentum verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032 en við það bætist 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ sagði Kristrún. Stefnt á mikla hernaðaruppbyggingu Ríki Evrópu stefna á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum, meðal annars vegna ógnar frá Rússlandi og vegna ótta um að ekki sé lengur hægt að reiða á aðstoð Bandaríkjanna, eins og Evrópa hefur lengi gert. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að heimila aðildarríkjum að nota hundruð milljarða evra sem liggja í neyðaraðstoðarsjóðum vegna faraldurs Covid til varnarmála. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og átti að nota hann til að bæta upp hægagang sem myndaðist á hagkerfum víða um heim vegna faraldursins. Í hann voru settar um 650 milljarðar evra en um helmingur peninganna er þar enn, samkvæmt frétt Politico. NATO Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hernaður Tengdar fréttir Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Þetta er meðal þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann mætti á ráðherrafund NATO sem fram fer í Brussel í dag. Hann ávarpaði blaðamenn við hlið Mark Rutte, framkvæmdastjóra bandalagsins, og sagðist koma á fundinn með skýr skilaboð. Hegseth lofaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að blása nýju lífi í NATO og fá aðildarríki til að verja meira til varnarmála. Hann sagði NATO þurfa að sýna fælingarmátt og halda friði gegnum styrkleika. Ríki NATO gætu þó ekki lengur reitt sig á Bandaríkin að eins miklu leyti. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Hegseth. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. „Þetta getur ekki allt snúist um fánana sem við elskum. Þetta verður að snúast um þær fylkingar sem við eigum. Það er aflið sem hefur fælingarmátt.“ Hegsseth sagði einnig að Bandaríkjamenn væru stoltir af þátttöku þeirra í NATO og af því að standa með bandamönnum þeirra en þeir gætu ekki staðið einir og bandamennirnir þyrftu að bæta getu sína. Innviðir taldir með Fastlega er búist við því að varnarmálaráðherrar NATO muni samþykkja í dag að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Lokaákvörðun verður svo tekin á leiðtogafundi í Haag seinna í júní. Það er viðmið sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en þó nokkur aðildarríki ná því viðmiði ekki. Líklegt er að til að ná þessum fimm prósentum verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032 en við það bætist 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ sagði Kristrún. Stefnt á mikla hernaðaruppbyggingu Ríki Evrópu stefna á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum, meðal annars vegna ógnar frá Rússlandi og vegna ótta um að ekki sé lengur hægt að reiða á aðstoð Bandaríkjanna, eins og Evrópa hefur lengi gert. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að heimila aðildarríkjum að nota hundruð milljarða evra sem liggja í neyðaraðstoðarsjóðum vegna faraldurs Covid til varnarmála. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og átti að nota hann til að bæta upp hægagang sem myndaðist á hagkerfum víða um heim vegna faraldursins. Í hann voru settar um 650 milljarðar evra en um helmingur peninganna er þar enn, samkvæmt frétt Politico.
NATO Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hernaður Tengdar fréttir Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57
Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30