Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2025 12:16 Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO funduðu í morgun. NATO Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. „Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28