Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 14:06 Utanríkisráðherrar NATO-ríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri bandalagsins. NATO Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. Þar er búist við því að samþykkt verði ný viðmið um mikla aukningu á fjárveitingum til varnarmála. Viðmiðið gæti orðið allt að fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Auk þess töluðu ráðherrarnir um áframhaldandi stuðning við Úkraínumenn í stríði þeirra gegn Rússum, sem gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022, og málefni Mið-Austurlanda og skelfilega stöðu á Gasaströndinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir góða samstöðu og samheldni hafa einkennt umræðurnar í Tyrklandi. „Það er alveg skýrt hvaðan helsta ógnin steðjar, frá Rússlandi, og aukin framlög og viðbúnaður Atlantshafsbandalagsins tekur mið af því. Í þeim efnum mun Ísland axla ábyrgð. Við erum að auka verulega framlög til varnarmála og stuðning við Úkraínu, og í mótun er ný öryggis- og varnarstefna,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. „Áframhaldandi stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu var sömuleiðis afgerandi á fundinum og öll vonum við, ekki síst Úkraína, að friðarviðræður skili árangri. Þar er ólíkum saman að jafna og lítill vilji til friðar hjá Kremlarvaldinu. Þá blasti við að málefni Miðausturlanda, ekki síst hörmungarnar á Gaza, kæmu til umræðu og þar hefur Ísland talað mjög skýrri röddu:“ David Lammy og Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherrar Bretlands og Svíþjóðar. Þorgerður Katrín er þarna í bakgrunni.NATO Stefna á 3,5 prósent, plús eitt og hálft til viðbótar Bandaríkjamenn hafa farið fram á að fjárútlát til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu sjö árum. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en samkvæmt fjölmiðlum ytra er talið að á fundinum í Haag í sumar verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Þegar fundurinn í Tyrklandi hófst sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, að aðildarríki þyrftu að verja meiri peningum til varnarmála. Gera þyrfti „mun, mun meira“ á því sviði og vísaði til þess að ef og þegar stríðinu í Úkraínu lýkur er áætlað að Rússar muni þurfa þrjú til fimm ár til að byggja herafla sinn upp að nýju. Rutte neitaði að staðfesta fregnir um þau fjárútlátaviðmið sem stefnt er að fyrir fundinn í sumar en viðurkenndi að mikilvæg væri að taka innviðafjárfestingar inn í reikninginn. Vilja að vopn séu keypt af þeim AP fréttaveitan hefur eftir Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að NATO séu eingöngu eins sterkt bandalag og veikasti hlekkur þess. Þá ítrekaði hann að krafa Bandaríkjamanna um aukin fjárútlát til varnarmála snerist í grunninn um að fjármunum yrði varið í hernaðargetu fyrir ógnir 21. aldarinnar. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Markmiðið er að hluta til að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert, eins og Donald Trump og aðrir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ítrekað farið fram á að undanförnu. Trump hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki endilega koma öðrum NATO-ríkjum til varnar, verði ráðist á þau. Hann hefur ítrekað verið harðorður í garð Evrópu um að ríki heimsálfunnar hafi leikið Bandaríkin grátt í gegnum árin. Þrátt fyrir það hafa bandarískir embættismenn og erindrekar kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mikil aukning á heimsvísu Fjárútlát til varnarmála hafa aukist gífurlega í heiminum öllum á undanförnum árum. Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, gaf á dögunum út skýrslu um að árið 2024 hafi ríki heims varið um 2.718 milljörðum dala til varnarmála. Gróflega reiknað samsvarar það um 348 billjón krónum. Þessi upphæð hefur aldrei verið hærri og var aukningin frá 2023 til 2024 heil 9,4 prósent. Sem hlutfall af vergri heimsframleiðslu mælast útgjöldin 2,5 prósent. Mest eyddu Bandaríkin (997 milljarðar dala), Kína (314), Rússland (149), Þýskaland (88,5) og Indland (86,1) til varnarmála árið 2024. Samanlagt samsvarar það um sextíu prósentum allra fjárútláta til varnarmála í heiminum í fyrra. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Erlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Erlent Fleiri fréttir Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Staðfesta bann á meðferð trans barna Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Færðu barn heiladauðrar konu í heiminn Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Færeyingar vilja fullveldi Trump fundar með þjóðaröryggisráði Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax „Erum að horfa á eitthvað betra en vopnahlé“ Drápu tugi sem biðu þess að fá mat Læknir játar að hafa gefið Perry ketamín Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Þeim sem skaut þingmenn lýst sem kristilegum íhaldsmanni Fyrsta konan sem stýrir MI6 Trump vill að ICE spýti í lófana og handtaki fleiri ólöglega innflytjendur Tala látinna eftir flugslysið komin í 270 Skutu eldflaugum á víxl í alla nótt Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Sagður hafa bannað Ísraelum að drepa æðstaklerkinn Sjá meira
Þar er búist við því að samþykkt verði ný viðmið um mikla aukningu á fjárveitingum til varnarmála. Viðmiðið gæti orðið allt að fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Auk þess töluðu ráðherrarnir um áframhaldandi stuðning við Úkraínumenn í stríði þeirra gegn Rússum, sem gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022, og málefni Mið-Austurlanda og skelfilega stöðu á Gasaströndinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir góða samstöðu og samheldni hafa einkennt umræðurnar í Tyrklandi. „Það er alveg skýrt hvaðan helsta ógnin steðjar, frá Rússlandi, og aukin framlög og viðbúnaður Atlantshafsbandalagsins tekur mið af því. Í þeim efnum mun Ísland axla ábyrgð. Við erum að auka verulega framlög til varnarmála og stuðning við Úkraínu, og í mótun er ný öryggis- og varnarstefna,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. „Áframhaldandi stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu var sömuleiðis afgerandi á fundinum og öll vonum við, ekki síst Úkraína, að friðarviðræður skili árangri. Þar er ólíkum saman að jafna og lítill vilji til friðar hjá Kremlarvaldinu. Þá blasti við að málefni Miðausturlanda, ekki síst hörmungarnar á Gaza, kæmu til umræðu og þar hefur Ísland talað mjög skýrri röddu:“ David Lammy og Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherrar Bretlands og Svíþjóðar. Þorgerður Katrín er þarna í bakgrunni.NATO Stefna á 3,5 prósent, plús eitt og hálft til viðbótar Bandaríkjamenn hafa farið fram á að fjárútlát til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu sjö árum. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en samkvæmt fjölmiðlum ytra er talið að á fundinum í Haag í sumar verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Þegar fundurinn í Tyrklandi hófst sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, að aðildarríki þyrftu að verja meiri peningum til varnarmála. Gera þyrfti „mun, mun meira“ á því sviði og vísaði til þess að ef og þegar stríðinu í Úkraínu lýkur er áætlað að Rússar muni þurfa þrjú til fimm ár til að byggja herafla sinn upp að nýju. Rutte neitaði að staðfesta fregnir um þau fjárútlátaviðmið sem stefnt er að fyrir fundinn í sumar en viðurkenndi að mikilvæg væri að taka innviðafjárfestingar inn í reikninginn. Vilja að vopn séu keypt af þeim AP fréttaveitan hefur eftir Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að NATO séu eingöngu eins sterkt bandalag og veikasti hlekkur þess. Þá ítrekaði hann að krafa Bandaríkjamanna um aukin fjárútlát til varnarmála snerist í grunninn um að fjármunum yrði varið í hernaðargetu fyrir ógnir 21. aldarinnar. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Markmiðið er að hluta til að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert, eins og Donald Trump og aðrir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ítrekað farið fram á að undanförnu. Trump hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki endilega koma öðrum NATO-ríkjum til varnar, verði ráðist á þau. Hann hefur ítrekað verið harðorður í garð Evrópu um að ríki heimsálfunnar hafi leikið Bandaríkin grátt í gegnum árin. Þrátt fyrir það hafa bandarískir embættismenn og erindrekar kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mikil aukning á heimsvísu Fjárútlát til varnarmála hafa aukist gífurlega í heiminum öllum á undanförnum árum. Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, gaf á dögunum út skýrslu um að árið 2024 hafi ríki heims varið um 2.718 milljörðum dala til varnarmála. Gróflega reiknað samsvarar það um 348 billjón krónum. Þessi upphæð hefur aldrei verið hærri og var aukningin frá 2023 til 2024 heil 9,4 prósent. Sem hlutfall af vergri heimsframleiðslu mælast útgjöldin 2,5 prósent. Mest eyddu Bandaríkin (997 milljarðar dala), Kína (314), Rússland (149), Þýskaland (88,5) og Indland (86,1) til varnarmála árið 2024. Samanlagt samsvarar það um sextíu prósentum allra fjárútláta til varnarmála í heiminum í fyrra.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Erlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Erlent Fleiri fréttir Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Staðfesta bann á meðferð trans barna Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Færðu barn heiladauðrar konu í heiminn Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Færeyingar vilja fullveldi Trump fundar með þjóðaröryggisráði Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax „Erum að horfa á eitthvað betra en vopnahlé“ Drápu tugi sem biðu þess að fá mat Læknir játar að hafa gefið Perry ketamín Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Þeim sem skaut þingmenn lýst sem kristilegum íhaldsmanni Fyrsta konan sem stýrir MI6 Trump vill að ICE spýti í lófana og handtaki fleiri ólöglega innflytjendur Tala látinna eftir flugslysið komin í 270 Skutu eldflaugum á víxl í alla nótt Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Sagður hafa bannað Ísraelum að drepa æðstaklerkinn Sjá meira