Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2025 15:00 Frá verksmiðju Rheinmetall í Þýskalandi. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Skortur er á verkfræðingum, sérfræðingum í gervigreind og gagnagreiningu, rafsuðumönnum og vélvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamenn Reuters ræddu við einn af forsvarsmönnum tékkneska fyrirtækisins PBS Group sem framleiðir hreyfla fyrir eldflaugar og dróna. Þar vinna um átta hundruð manns en hann segir að ef hann fyndi fólk gæti hann auðveldlega tvöfaldað fjölda starfsmanna. „Viðskiptin eru til staðar,“ sagði Pavel Cechal. Hann segir laun starfsmanna hafa verið hækkuð um átta prósent í fyrra og nú standi til að hækka þau aftur um tíu prósent, til að fá fleira fólk til vinnu. Svipaða sögu er að segja frá fjölda annarra hergagnaframleiðenda í Evrópu. Forsvarsmenn Rheinmetall, stærsta hergagnafyrirtækis Evrópu, stefna að því að fjölga starfsmönnum um tæpan þriðjung fyrir árið 2028. Þá yrðu starfsmennirnir um níu þúsund talsins. Billjónir til uppbyggingar Ráðherrar ESB samþykktu í morgun stofnun 150 milljarða evra (21,7 billjón krónur) varnarsjóð sem nota á til að lána aðildarríkjum fjármuni til fjárfestinga í hergagnaframleiðslu og vörnum. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir í yfirlýsingu að fordæmalausir tímar krefjist fordæmalausra aðgerða. Evrópa þurfi að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi. Sjóðurinn muni nýtast til að auka getu Evrópu á öllum sviðum. „Þetta snýst um viðbúnað, þetta snýst um þrautseigju og þetta snýst um að þróa raunverulegan evrópskan markað á sviði varnarmála.“ Þessi sjóður er til viðbótar við átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum, sem samþykkt var af leiðtogum ESB í mars. Útlit er því fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa um 78 prósent af fjárveitingum til vopnakaupa ESB farið til ríkja utan sambandsins og þar af 63 prósent til Bandaríkjanna. Eitt auka prósent og 760 þúsund störf Talið er að á leiðtogafundi NATO verði tekin sú ákvörðun að hækka viðmið um fjárútlát aðildarríkja til varnarmála úr tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu, í þrjú og hálft prósent á næstu sjö árum. Þar til viðbótar eigi að bætast við 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samkvæmt Reuters áætla sérfræðingar greiningafyrirtækisins Kearney að hækkun upp í þrjú prósent myndi þarfnast um 760 þúsund nýrra starfa í Evrópu. Evrópusambandið Hernaður Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Skortur er á verkfræðingum, sérfræðingum í gervigreind og gagnagreiningu, rafsuðumönnum og vélvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamenn Reuters ræddu við einn af forsvarsmönnum tékkneska fyrirtækisins PBS Group sem framleiðir hreyfla fyrir eldflaugar og dróna. Þar vinna um átta hundruð manns en hann segir að ef hann fyndi fólk gæti hann auðveldlega tvöfaldað fjölda starfsmanna. „Viðskiptin eru til staðar,“ sagði Pavel Cechal. Hann segir laun starfsmanna hafa verið hækkuð um átta prósent í fyrra og nú standi til að hækka þau aftur um tíu prósent, til að fá fleira fólk til vinnu. Svipaða sögu er að segja frá fjölda annarra hergagnaframleiðenda í Evrópu. Forsvarsmenn Rheinmetall, stærsta hergagnafyrirtækis Evrópu, stefna að því að fjölga starfsmönnum um tæpan þriðjung fyrir árið 2028. Þá yrðu starfsmennirnir um níu þúsund talsins. Billjónir til uppbyggingar Ráðherrar ESB samþykktu í morgun stofnun 150 milljarða evra (21,7 billjón krónur) varnarsjóð sem nota á til að lána aðildarríkjum fjármuni til fjárfestinga í hergagnaframleiðslu og vörnum. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir í yfirlýsingu að fordæmalausir tímar krefjist fordæmalausra aðgerða. Evrópa þurfi að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi. Sjóðurinn muni nýtast til að auka getu Evrópu á öllum sviðum. „Þetta snýst um viðbúnað, þetta snýst um þrautseigju og þetta snýst um að þróa raunverulegan evrópskan markað á sviði varnarmála.“ Þessi sjóður er til viðbótar við átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum, sem samþykkt var af leiðtogum ESB í mars. Útlit er því fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa um 78 prósent af fjárveitingum til vopnakaupa ESB farið til ríkja utan sambandsins og þar af 63 prósent til Bandaríkjanna. Eitt auka prósent og 760 þúsund störf Talið er að á leiðtogafundi NATO verði tekin sú ákvörðun að hækka viðmið um fjárútlát aðildarríkja til varnarmála úr tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu, í þrjú og hálft prósent á næstu sjö árum. Þar til viðbótar eigi að bætast við 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samkvæmt Reuters áætla sérfræðingar greiningafyrirtækisins Kearney að hækkun upp í þrjú prósent myndi þarfnast um 760 þúsund nýrra starfa í Evrópu.
Evrópusambandið Hernaður Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira