Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2025 15:00 Frá verksmiðju Rheinmetall í Þýskalandi. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Skortur er á verkfræðingum, sérfræðingum í gervigreind og gagnagreiningu, rafsuðumönnum og vélvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamenn Reuters ræddu við einn af forsvarsmönnum tékkneska fyrirtækisins PBS Group sem framleiðir hreyfla fyrir eldflaugar og dróna. Þar vinna um átta hundruð manns en hann segir að ef hann fyndi fólk gæti hann auðveldlega tvöfaldað fjölda starfsmanna. „Viðskiptin eru til staðar,“ sagði Pavel Cechal. Hann segir laun starfsmanna hafa verið hækkuð um átta prósent í fyrra og nú standi til að hækka þau aftur um tíu prósent, til að fá fleira fólk til vinnu. Svipaða sögu er að segja frá fjölda annarra hergagnaframleiðenda í Evrópu. Forsvarsmenn Rheinmetall, stærsta hergagnafyrirtækis Evrópu, stefna að því að fjölga starfsmönnum um tæpan þriðjung fyrir árið 2028. Þá yrðu starfsmennirnir um níu þúsund talsins. Billjónir til uppbyggingar Ráðherrar ESB samþykktu í morgun stofnun 150 milljarða evra (21,7 billjón krónur) varnarsjóð sem nota á til að lána aðildarríkjum fjármuni til fjárfestinga í hergagnaframleiðslu og vörnum. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir í yfirlýsingu að fordæmalausir tímar krefjist fordæmalausra aðgerða. Evrópa þurfi að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi. Sjóðurinn muni nýtast til að auka getu Evrópu á öllum sviðum. „Þetta snýst um viðbúnað, þetta snýst um þrautseigju og þetta snýst um að þróa raunverulegan evrópskan markað á sviði varnarmála.“ Þessi sjóður er til viðbótar við átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum, sem samþykkt var af leiðtogum ESB í mars. Útlit er því fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa um 78 prósent af fjárveitingum til vopnakaupa ESB farið til ríkja utan sambandsins og þar af 63 prósent til Bandaríkjanna. Eitt auka prósent og 760 þúsund störf Talið er að á leiðtogafundi NATO verði tekin sú ákvörðun að hækka viðmið um fjárútlát aðildarríkja til varnarmála úr tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu, í þrjú og hálft prósent á næstu sjö árum. Þar til viðbótar eigi að bætast við 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samkvæmt Reuters áætla sérfræðingar greiningafyrirtækisins Kearney að hækkun upp í þrjú prósent myndi þarfnast um 760 þúsund nýrra starfa í Evrópu. Evrópusambandið Hernaður Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Skortur er á verkfræðingum, sérfræðingum í gervigreind og gagnagreiningu, rafsuðumönnum og vélvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamenn Reuters ræddu við einn af forsvarsmönnum tékkneska fyrirtækisins PBS Group sem framleiðir hreyfla fyrir eldflaugar og dróna. Þar vinna um átta hundruð manns en hann segir að ef hann fyndi fólk gæti hann auðveldlega tvöfaldað fjölda starfsmanna. „Viðskiptin eru til staðar,“ sagði Pavel Cechal. Hann segir laun starfsmanna hafa verið hækkuð um átta prósent í fyrra og nú standi til að hækka þau aftur um tíu prósent, til að fá fleira fólk til vinnu. Svipaða sögu er að segja frá fjölda annarra hergagnaframleiðenda í Evrópu. Forsvarsmenn Rheinmetall, stærsta hergagnafyrirtækis Evrópu, stefna að því að fjölga starfsmönnum um tæpan þriðjung fyrir árið 2028. Þá yrðu starfsmennirnir um níu þúsund talsins. Billjónir til uppbyggingar Ráðherrar ESB samþykktu í morgun stofnun 150 milljarða evra (21,7 billjón krónur) varnarsjóð sem nota á til að lána aðildarríkjum fjármuni til fjárfestinga í hergagnaframleiðslu og vörnum. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir í yfirlýsingu að fordæmalausir tímar krefjist fordæmalausra aðgerða. Evrópa þurfi að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi. Sjóðurinn muni nýtast til að auka getu Evrópu á öllum sviðum. „Þetta snýst um viðbúnað, þetta snýst um þrautseigju og þetta snýst um að þróa raunverulegan evrópskan markað á sviði varnarmála.“ Þessi sjóður er til viðbótar við átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum, sem samþykkt var af leiðtogum ESB í mars. Útlit er því fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa um 78 prósent af fjárveitingum til vopnakaupa ESB farið til ríkja utan sambandsins og þar af 63 prósent til Bandaríkjanna. Eitt auka prósent og 760 þúsund störf Talið er að á leiðtogafundi NATO verði tekin sú ákvörðun að hækka viðmið um fjárútlát aðildarríkja til varnarmála úr tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu, í þrjú og hálft prósent á næstu sjö árum. Þar til viðbótar eigi að bætast við 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samkvæmt Reuters áætla sérfræðingar greiningafyrirtækisins Kearney að hækkun upp í þrjú prósent myndi þarfnast um 760 þúsund nýrra starfa í Evrópu.
Evrópusambandið Hernaður Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira