Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 16:28 Ída Marín Hermannsdóttir skoraði sigurmark FH gegn Breiðabliki. vísir/ernir FH varð í gær fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna á tímabilinu. Lokatölur í Kaplakrika 2-1, FH-ingum í vil. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær. Fram sigraði Tindastól, 1-0, og Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Í dag vann Þór/KA 1-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin í leik FH og Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Sammy Smith kom Blikum yfir á 7. mínútu en Maya Lauren Hansen jafnaði þremur mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Ída María Hermannsdóttir svo sigurmark heimakvenna með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með sextán stig, jafn mörg og Þróttur og FH. Murielle Tiernan reyndist hetja Fram gegn sínum gamla liði, Tindastóli. Hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 6. sæti með níu stig. Tindastóll er í 8. sæti með sex stig. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir reyndist hetja Víkings gegn Val en hún varði vítaspyrnu Jordyn Rhodes í uppbótartíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir eftir hálftíma en Dagný Rún Pétursdóttir jafnaði á 54. mínútu. Heimakonur fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér öll þrjú stigin en Katla kom í veg fyrir það. Valur, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 7. sæti deildarinnar með átta stig. Víkingur, sem hefur bara unnið einn deildarleik, er í níunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. Einn leikur var á dagskrá í dag. Fæstum að óvörum var það Sandra María Jessen, markadrottning síðasta tímabils, sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Þórs/KA á Stjörnunni. Klippa: Þór/KA 1-0 Stjarnan Þór/KA er með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi frá toppliðunum þremur. Stjarnan er með níu stig í sjötta sæti deildarinnar. Besta deild kvenna FH Breiðablik Fram Tindastóll Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35 „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25 „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37 Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Öll mörkin í leik FH og Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Sammy Smith kom Blikum yfir á 7. mínútu en Maya Lauren Hansen jafnaði þremur mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Ída María Hermannsdóttir svo sigurmark heimakvenna með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með sextán stig, jafn mörg og Þróttur og FH. Murielle Tiernan reyndist hetja Fram gegn sínum gamla liði, Tindastóli. Hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 6. sæti með níu stig. Tindastóll er í 8. sæti með sex stig. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir reyndist hetja Víkings gegn Val en hún varði vítaspyrnu Jordyn Rhodes í uppbótartíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir eftir hálftíma en Dagný Rún Pétursdóttir jafnaði á 54. mínútu. Heimakonur fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér öll þrjú stigin en Katla kom í veg fyrir það. Valur, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 7. sæti deildarinnar með átta stig. Víkingur, sem hefur bara unnið einn deildarleik, er í níunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. Einn leikur var á dagskrá í dag. Fæstum að óvörum var það Sandra María Jessen, markadrottning síðasta tímabils, sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Þórs/KA á Stjörnunni. Klippa: Þór/KA 1-0 Stjarnan Þór/KA er með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi frá toppliðunum þremur. Stjarnan er með níu stig í sjötta sæti deildarinnar.
Besta deild kvenna FH Breiðablik Fram Tindastóll Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35 „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25 „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37 Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35
„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25
„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37
Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti