„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2025 22:25 Guðni var hressari en þetta eftir leik. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn