„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2025 22:25 Guðni var hressari en þetta eftir leik. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira