Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2025 23:44 Áætlað er að um 600 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Tasiilaq. Axel G. Hansen Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira
Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen
Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira
Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08