Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2025 21:54 Hallgrímur Páll Leifsson, flugstjóri hjá Mýflugi, í viðtali við Stöð 2 á flugvellinum í Narsarsuaq. KMU Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs koma inn til lendingar á flugvellinum í Narsarsuaq eftir tveggja stunda flug frá Reykjavík. Farþegarnir um borð í þessari níu sæta flugvél voru á vegum málmleitarfélags Elds Ólafssonar, Amaroq. Icelandair hefur lengi verið öflugt í Grænlandsflugi en minni íslensk félög sinna þar einnig margvíslegum verkefnum. Þannig sinnir Mýflug leiguflugi til Grænlands. Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Við erum náttúrlega ekki með það stórar vélar að við erum ekki í beinni áætlun hérna. En förum í leiguflug, tökum svona hópa eins og núna sem eru að koma í þessa námu. Og svolítið í þyrluskíðahópum. Komum með þá á austurströndina, til Kulusuk,“ segir Hallgrímur Páll Leifsson, flugstjóri hjá Mýflugi. -Þannig að Grænland hefur ennþá þýðingu fyrir íslenskan flugrekstur? „Já, gríðarlega mikla. Og mikla fyrir okkur flugrekendurna sem höfum verið að gera út frá Akureyri,“ segir Hallgrímur. Mýflug hefur einnig hlaupið í skarðið í sjúkraflugi fyrir Grænlendinga. „Að leysa Grænlendingana af, Air Greenland, í sjúkraflugi. Þeir eru með eina svona vél eins og við. Þegar hún þarf í skoðun eða bilar hafa þeir stundum hringt í okkur.“ Frá Suður-Grænlandi.KMU Hallgrímur segir það einnig gott og skemmtilegt fyrir íslensku flugmennina að fá að kynnast fluginu á Grænlandi. Það sé svolítið frábrugðið því að fljúga á Íslandi. Flugmenn upplifi til dæmis meira frelsi á Grænlandi. „Umhverfið á Íslandi er svo stjórnað. Þar er allt flugstjórnarrými stjórnað. Hér erum við í óstjórnuðum rýmum meira og minna. Menn tala bara saman til að viðhalda fjarlægðum.“ Og það sé magnað að fljúga innan um stórbrotna tinda Grænlands, yfir firðina og skriðjöklana. Fjöllin séu miklu hærri. Flogið yfir einn af fjörðum Suður-Grænlands í vetrarsól.KMU „Þetta er alveg stórkostlegt. Og það væri alveg gaman að koma með sína vél og fljúga hérna í kring, bara með litla vél.“ -Bara einkaflugvél? „Já, ég held að það væri alveg stórkostlegt að skoða sig um á þessu svæði. Að fljúga hérna yfir, sama hvort það er að vetri eða sumri, þetta er alveg stórbrotið landslag,“ segir flugstjóri Mýflugs. Í frétt Stöðvar 2 má sjá flug um stórbrotið landslag Suður-Grænlands: Grænland Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Icelandair Amaroq Minerals Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs koma inn til lendingar á flugvellinum í Narsarsuaq eftir tveggja stunda flug frá Reykjavík. Farþegarnir um borð í þessari níu sæta flugvél voru á vegum málmleitarfélags Elds Ólafssonar, Amaroq. Icelandair hefur lengi verið öflugt í Grænlandsflugi en minni íslensk félög sinna þar einnig margvíslegum verkefnum. Þannig sinnir Mýflug leiguflugi til Grænlands. Beechcraft King Air-flugvél Mýflugs við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Við erum náttúrlega ekki með það stórar vélar að við erum ekki í beinni áætlun hérna. En förum í leiguflug, tökum svona hópa eins og núna sem eru að koma í þessa námu. Og svolítið í þyrluskíðahópum. Komum með þá á austurströndina, til Kulusuk,“ segir Hallgrímur Páll Leifsson, flugstjóri hjá Mýflugi. -Þannig að Grænland hefur ennþá þýðingu fyrir íslenskan flugrekstur? „Já, gríðarlega mikla. Og mikla fyrir okkur flugrekendurna sem höfum verið að gera út frá Akureyri,“ segir Hallgrímur. Mýflug hefur einnig hlaupið í skarðið í sjúkraflugi fyrir Grænlendinga. „Að leysa Grænlendingana af, Air Greenland, í sjúkraflugi. Þeir eru með eina svona vél eins og við. Þegar hún þarf í skoðun eða bilar hafa þeir stundum hringt í okkur.“ Frá Suður-Grænlandi.KMU Hallgrímur segir það einnig gott og skemmtilegt fyrir íslensku flugmennina að fá að kynnast fluginu á Grænlandi. Það sé svolítið frábrugðið því að fljúga á Íslandi. Flugmenn upplifi til dæmis meira frelsi á Grænlandi. „Umhverfið á Íslandi er svo stjórnað. Þar er allt flugstjórnarrými stjórnað. Hér erum við í óstjórnuðum rýmum meira og minna. Menn tala bara saman til að viðhalda fjarlægðum.“ Og það sé magnað að fljúga innan um stórbrotna tinda Grænlands, yfir firðina og skriðjöklana. Fjöllin séu miklu hærri. Flogið yfir einn af fjörðum Suður-Grænlands í vetrarsól.KMU „Þetta er alveg stórkostlegt. Og það væri alveg gaman að koma með sína vél og fljúga hérna í kring, bara með litla vél.“ -Bara einkaflugvél? „Já, ég held að það væri alveg stórkostlegt að skoða sig um á þessu svæði. Að fljúga hérna yfir, sama hvort það er að vetri eða sumri, þetta er alveg stórbrotið landslag,“ segir flugstjóri Mýflugs. Í frétt Stöðvar 2 má sjá flug um stórbrotið landslag Suður-Grænlands:
Grænland Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Icelandair Amaroq Minerals Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21
Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45