Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. maí 2025 23:35 Haraldur Ólafsson segir horfur á þremur góðum dögum til viðbótar áður en vætan kemur. Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“ Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“
Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Sjá meira