Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 11:01 Alexander Rafn Pálmason þykir mikið efni og strákarnir í Stúkunni hrifust af frammistöðu hans gegn ÍBV. stöð 2 sport Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Íslenski boltinn „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Íslenski boltinn Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Fótbolti Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Enski boltinn Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum Íslenski boltinn Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Enski boltinn Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Formúla 1 Dagskráin í dag: Bestu deildir karla og kvenna ásamt Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Í beinni: FHL - Víkingur | Botnslagur fyrir austan Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ „Erum sjálfum okkur verstir“ „Heilt yfir sterkara liðið og áttum skilið að vinna“ „Meira getur maður ekki beðið um“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 3-2 | Heimamenn í Evrópubaráttu með góðum sigri Njarðvík með öflugan endurkomusigur gegn Þór Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ ÍR áfram taplaust á toppnum eftir sigur í Breiðholtsslag Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Þrjár Guðmundsdætur í liði KR og Albert mætti Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Flug FH heldur áfram inn í undanúrslit Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Uppgjörið: Valur - Þróttur 2-1 | Valskonur í undanúrslit Þróttur fékk kröftugan framherja sem þarf að bíða fram að stórleiknum Breiðablik búið að semja við Damir „Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu ÍR og Njarðvík áfram taplaus „Þróttarar gefa ekkert eftir, er þeim ekki alvara í þessu stríði?“ Landsliðskonan reddaði málunum fyrir leik á Kópavogsvelli Vilja sjá Þórólf hugsa líka um konurnar: „Gæti gert þetta að ríkasta liði landsins“ Sjáðu frábært liðsmark FH, markaveislu Blika og Þrótt halda sig á toppnum Leik lokið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum Sjá meira
Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Íslenski boltinn „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Íslenski boltinn Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Fótbolti Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Enski boltinn Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum Íslenski boltinn Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Enski boltinn Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Formúla 1 Dagskráin í dag: Bestu deildir karla og kvenna ásamt Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Í beinni: FHL - Víkingur | Botnslagur fyrir austan Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ „Erum sjálfum okkur verstir“ „Heilt yfir sterkara liðið og áttum skilið að vinna“ „Meira getur maður ekki beðið um“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 3-2 | Heimamenn í Evrópubaráttu með góðum sigri Njarðvík með öflugan endurkomusigur gegn Þór Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ ÍR áfram taplaust á toppnum eftir sigur í Breiðholtsslag Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Þrjár Guðmundsdætur í liði KR og Albert mætti Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Flug FH heldur áfram inn í undanúrslit Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Uppgjörið: Valur - Þróttur 2-1 | Valskonur í undanúrslit Þróttur fékk kröftugan framherja sem þarf að bíða fram að stórleiknum Breiðablik búið að semja við Damir „Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu ÍR og Njarðvík áfram taplaus „Þróttarar gefa ekkert eftir, er þeim ekki alvara í þessu stríði?“ Landsliðskonan reddaði málunum fyrir leik á Kópavogsvelli Vilja sjá Þórólf hugsa líka um konurnar: „Gæti gert þetta að ríkasta liði landsins“ Sjáðu frábært liðsmark FH, markaveislu Blika og Þrótt halda sig á toppnum Leik lokið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum Sjá meira
Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27
Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17