Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 11:01 Alexander Rafn Pálmason þykir mikið efni og strákarnir í Stúkunni hrifust af frammistöðu hans gegn ÍBV. stöð 2 sport Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27
Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17