Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í kvöld. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. „Hún er bara mjög góð, ég er bara mjög glaður,“ sagði Alexander Rafn aðspurður út í sínar tilfinningar eftir leik. Mark Alexanders Rafns var fallegt og kom strax á 8. mínútu. Hann þrumaði boltanum á lofti eftir að hafa lagt hann fyrir sig eftir misheppnaða hreinsun hjá varnarmönnum ÍBV. „Ég hugsaði fyrir þennan leik að mig langaði ekkert eðlilega mikið að skora, það var markmiðið og að spila vel. Held ég náði því ágætlega.“ Alexander Rafn komst í annað gott færi í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór fram hjá. „Mig langaði í annað. Ég fattaði ekki alveg hvað ég var mikið fyrir miðju og síðan sá ég Jóa [Jóhannes Kristinn], sá dálítið eftir þessu skoti.“ Alexander Rafni líður vel í liði KR þrátt fyrir að vera mjög ungur, aðeins 15 ára. „Það er bara geðveikt. Þetta er mjög skemmtilegt lið og hópur og allir mjög góðir vinir og þeir eru mjög góðir við mig.“ Alexander Rafn segir skilaboð Óskars Hrafns, þjálfara KR, til sín vera einföld. „Bara að vera óhræddur, gera mitt og ég reyndi það allavegana í dag og fannst það ganga ágætlega.“ Alexander Rafn er spenntur fyrir framhaldinu í sumar og ætlar að berjast um sæti í byrjunarliði KR. „Ég ætla bara að berjast fyrir sæti í liðinu, þannig að ég ætla bara að halda áfram.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Hún er bara mjög góð, ég er bara mjög glaður,“ sagði Alexander Rafn aðspurður út í sínar tilfinningar eftir leik. Mark Alexanders Rafns var fallegt og kom strax á 8. mínútu. Hann þrumaði boltanum á lofti eftir að hafa lagt hann fyrir sig eftir misheppnaða hreinsun hjá varnarmönnum ÍBV. „Ég hugsaði fyrir þennan leik að mig langaði ekkert eðlilega mikið að skora, það var markmiðið og að spila vel. Held ég náði því ágætlega.“ Alexander Rafn komst í annað gott færi í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór fram hjá. „Mig langaði í annað. Ég fattaði ekki alveg hvað ég var mikið fyrir miðju og síðan sá ég Jóa [Jóhannes Kristinn], sá dálítið eftir þessu skoti.“ Alexander Rafni líður vel í liði KR þrátt fyrir að vera mjög ungur, aðeins 15 ára. „Það er bara geðveikt. Þetta er mjög skemmtilegt lið og hópur og allir mjög góðir vinir og þeir eru mjög góðir við mig.“ Alexander Rafn segir skilaboð Óskars Hrafns, þjálfara KR, til sín vera einföld. „Bara að vera óhræddur, gera mitt og ég reyndi það allavegana í dag og fannst það ganga ágætlega.“ Alexander Rafn er spenntur fyrir framhaldinu í sumar og ætlar að berjast um sæti í byrjunarliði KR. „Ég ætla bara að berjast fyrir sæti í liðinu, þannig að ég ætla bara að halda áfram.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira