Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 11:01 Alexander Rafn Pálmason þykir mikið efni og strákarnir í Stúkunni hrifust af frammistöðu hans gegn ÍBV. stöð 2 sport Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27
Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17