Veður

Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu sjö til sextán stig í dag og hlýjast á Austurlandi.
Hiti verður á bilinu sjö til sextán stig í dag og hlýjast á Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Hæð suðsuðvestur í hafi og lægð við norðausturströnd Grænlands mun beina suðvestlægri átt til landsins í dag. Yfirleitt verður vindum átta til átján metrar á sekúndu þar sem hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að léttskýjað verði norðaustan- og austanlands, annars skýjað og sums staðar dálítil væta. Eitthvað gæti þó rofað til yfir daginn.

Fram kemur að síðdegis muni svo draga úr vindi. Hiti verður á bilinu sjö til sextán stig í dag og hlýjast á Austurlandi.

„Á morgun verður hæðin yfir Færeyjum. Áttin verður því suðlæg eða breytileg, fremur hægur vindur og yfirleitt léttskýjað, en strekkingur norðvestantil auk þess sem einhver lágský verða viðloðandi þar fram eftir morgni. Hiti víða 11 til 20 stig. Annað kvöld þykknar upp vestanlands.

Áfram suðlæg átt á miðvikudag með björtu og hlýju veðri, en þó verður líklega skýjað vestantil fyrri part dags,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 16 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 3-10 m/s og víða léttskýjað, en 8-15 norðvestantil og sums staðar dálítil væta framan af degi. Hiti yfirleitt 11 til 20 stig yfir daginn. Þykknar upp vestanlands um kvöldið.

Á miðvikudag: Suðaustan 8-13 við suðvestur- og vesturströndina, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað vestantil fram eftir morgni og þykknar aftur upp þar um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.

Á fimmtudag: Sunnan 5-13. Dálítil væta og hiti 8 til 15 stig, en lengst af þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með hita að 20 stigum.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum og sums staðar þokuloft við ströndina, en bjartviðri á Norðurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á laugardag og sunnudag: Breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þoka við sjávarsíðuna. Áfram hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×