Enski boltinn

Klúður hjá Everton gegn Ipswich og lang­þráður sigur Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Ipswich Town fagna jöfnunarmarki George Hirst gegn Everton.
Leikmenn Ipswich Town fagna jöfnunarmarki George Hirst gegn Everton. getty/Jan Kruger

Þrátt fyrir að komast tveimur mörkum yfir tókst Everton ekki að vinna fallið lið Ipswich Town. Leicester City vann hins vegar langþráðan sigur þegar Southampton kom í heimsókn.

Everton og Ipswich skildu jöfn, 2-2, í næstsíðasta deildarleiknum á Goodison Park.

Beto kom Everton yfir með skallamarki á 26. mínútu og níu mínútum síðar jók Dwight McNeil muninn í 2-0 með skoti af löngu færi.

Julio Ensico skoraði glæsilegt mark fyrir Ipswich á 41. mínútu og staðan því 2-1 í hálfleik.

George Hirst jafnaði svo fyrir gestina á 79. mínútu og þeir fóru því ekki tómhentir heim. Lokatölur 2-2. Everton er í 14. sæti deildarinnar.

Jamie Vardy kom Leicester yfir á 17. mínútu í nýliðaslagnum gegn Southampton og Jordan Ayew bætti svo öðru marki við mínútu fyrir hálfleik.

Mörkin urðu ekki fleiri og Leicester vann því sinn fyrsta sigur síðan 26. janúar. Liðið vann þá Tottenham á útivelli, 1-2.

Leicester og Southampton eru bæði fallin sem og Ipswich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×