„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2025 10:01 Valur - Breiðablik Besta Deild Kvenna Haust 2024 Telma Ívarsdóttir Vísir/Diego Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira