„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2025 10:01 Valur - Breiðablik Besta Deild Kvenna Haust 2024 Telma Ívarsdóttir Vísir/Diego Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira