„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2025 10:01 Valur - Breiðablik Besta Deild Kvenna Haust 2024 Telma Ívarsdóttir Vísir/Diego Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira