„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 16:30 Arna fagnar með liðsfélögum sínum eftir seinna markið. Fyrra markið var þó mun glæsilegra. vísir / guðmundur Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. „Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
„Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann