Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 15:57 Dan Burn fagnar marki sínu fyrir Newcastle United í dag en miðvörðurinn sterki hefur átt frábært tímabil. Getty/Stu Forster Newcastle vann mikilvægan sigur í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um Meistaradeildarsæti en um leið slökkti liðið endanlega vonir nýliða Ipswich um að halda sæti sínu. Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira
Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira