Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 15:57 Dan Burn fagnar marki sínu fyrir Newcastle United í dag en miðvörðurinn sterki hefur átt frábært tímabil. Getty/Stu Forster Newcastle vann mikilvægan sigur í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um Meistaradeildarsæti en um leið slökkti liðið endanlega vonir nýliða Ipswich um að halda sæti sínu. Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira