Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 15:57 Dan Burn fagnar marki sínu fyrir Newcastle United í dag en miðvörðurinn sterki hefur átt frábært tímabil. Getty/Stu Forster Newcastle vann mikilvægan sigur í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um Meistaradeildarsæti en um leið slökkti liðið endanlega vonir nýliða Ipswich um að halda sæti sínu. Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira