Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 15:17 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tekur hér Bukayo Saka af velli í Meistaradeildarleik í vetur. Getty/Justin Setterfield Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025 Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira