Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 08:00 Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og meirihluti rúmlega tveggja milljóna íbúa eru á vergangi. Getty/Abdul Hakim Abu Riash Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira