Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 08:00 Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og meirihluti rúmlega tveggja milljóna íbúa eru á vergangi. Getty/Abdul Hakim Abu Riash Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira