Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 14:14 Rússneskur hermaður hleður sprengjuvörpu á ónefndum stað í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02