Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 08:40 „Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna. Vísir/EPA Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. „Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna sem voru skipulögð af um 150 stéttarfélögum, félagasamtökum, mannréttindasamtökum, fyrrverandi hermönnum og fleirum. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur söfnuðust saman til að mótmæla því hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stýrir nú landinu og þeim ákvörðunum sem hann hefur verið að taka ásamt Elon Musk, eiganda Space X og Tesla, um endurskipulagningu opinbers reksturs í Bandaríkjunum. Hér komu mótmælendur saman fyrir utan sýningarherbergi Tesla í Kaliforníu en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið sérstakur ráðgjafi Trump. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að um tuttugu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni, Washington. Þar er haft eftir þátttakendum að þeir hafi viljað koma saman til að mótmæla ákvörðunum Trump er varða innflytjendur, tollamál, menntamál auk ákvarðana sem teknar hafa verið í DOGE, sérstakri sparnaðarstofnun sem sett var á stofn eftir að Trump tók við. Niðurskurður og lokanir Frá því að Trump tók aftur við í janúar hefur stofnunin skorið niður um 200 þúsund opinber störf en alls starfa um 2,3 milljónir fyrir hið opinbera. Þá er víða búið að loka svæðisskrifstofum almannatrygginga og margir lýstu á mótmælunum áhyggjum af því. Á vef AP segir að í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna mótmælanna hafi komið fram að Trump ætli sér að verja almannatryggingakerfið og opinbera heilbrigðiskerfið fyrir þau sem eiga rétt á því. „Á sama tíma er það afstaða Demókrata að gefa ólöglegum innflytjendum aðgang að almannatryggingakerfinu, Medicare og Medicaid, sem mun setja þessi prógrömm á hausinn og troða á amerískum lífeyrisþegum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir komu saman í Washington og mótmæltu við Hvíta húsið. Vísir/EPA Í frétt Reuters kemur einnig fram að Trump hafi sjálfur varið deginum í Flórída að spila golf og svo farið á heimili sitt í Mar-a-Lago síðdegis. Í um sex kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar söfnuðust mótmælendur einnig saman. „Markaðir falla, Trump spilar golf,“ stóð á einu skilti mótmælanda þar. Allar stofnanir fyrir árás „Ég meina, allt landið er að verða fyrir árás, allar stofnanir, allt sem gerir Ameríku að því sem hún er,“ sagði Terry Klein, lífeindafræðingur á eftirlaunum, sem mótmælti í Washington í frétt Reuters. „Ég hélt að mótmæladagar mínir væru liðnir, en svo fengum við einhvern eins og Trump og Musk,“ sagði Sue-ann Friedman sem mótmælti í Connecticut. Í Walnut Creek í Kaliforníu voru skilaboðin svona til Trump og Musk. Vísir/EPA Paul Kretschmann, lögmaður á eftirlaunum, var mættur á sín fyrstu mótmæli í Stamford og lýsti áhyggjum af því að Trump ætlaði að lama algjörlega almenna tryggingakerfið og að hann ætlaði sér að tryggja að hann geti setið lengur við völd með því að gera stjórnvöld óvirk. Í frétt Reuters segir að margar af þeim ákvörðunum sem Trump hefur fyrirskipað sé búið að mótmæla með lögsóknum með tilvísun til þess að hann hafi farið fram úr sínum valdheimildum með því að til dæmis reka opinbera starfsmenn, vísa innflytjendum úr landi og að ógilda ýmis lög sem höfðu verið samþykkt til að tryggja rétt trans fólks. Bandaríkin Donald Trump Bretland Frakkland Þýskaland Kanada Mexíkó Hinsegin Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20 „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
„Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna sem voru skipulögð af um 150 stéttarfélögum, félagasamtökum, mannréttindasamtökum, fyrrverandi hermönnum og fleirum. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur söfnuðust saman til að mótmæla því hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stýrir nú landinu og þeim ákvörðunum sem hann hefur verið að taka ásamt Elon Musk, eiganda Space X og Tesla, um endurskipulagningu opinbers reksturs í Bandaríkjunum. Hér komu mótmælendur saman fyrir utan sýningarherbergi Tesla í Kaliforníu en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið sérstakur ráðgjafi Trump. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að um tuttugu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni, Washington. Þar er haft eftir þátttakendum að þeir hafi viljað koma saman til að mótmæla ákvörðunum Trump er varða innflytjendur, tollamál, menntamál auk ákvarðana sem teknar hafa verið í DOGE, sérstakri sparnaðarstofnun sem sett var á stofn eftir að Trump tók við. Niðurskurður og lokanir Frá því að Trump tók aftur við í janúar hefur stofnunin skorið niður um 200 þúsund opinber störf en alls starfa um 2,3 milljónir fyrir hið opinbera. Þá er víða búið að loka svæðisskrifstofum almannatrygginga og margir lýstu á mótmælunum áhyggjum af því. Á vef AP segir að í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna mótmælanna hafi komið fram að Trump ætli sér að verja almannatryggingakerfið og opinbera heilbrigðiskerfið fyrir þau sem eiga rétt á því. „Á sama tíma er það afstaða Demókrata að gefa ólöglegum innflytjendum aðgang að almannatryggingakerfinu, Medicare og Medicaid, sem mun setja þessi prógrömm á hausinn og troða á amerískum lífeyrisþegum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir komu saman í Washington og mótmæltu við Hvíta húsið. Vísir/EPA Í frétt Reuters kemur einnig fram að Trump hafi sjálfur varið deginum í Flórída að spila golf og svo farið á heimili sitt í Mar-a-Lago síðdegis. Í um sex kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar söfnuðust mótmælendur einnig saman. „Markaðir falla, Trump spilar golf,“ stóð á einu skilti mótmælanda þar. Allar stofnanir fyrir árás „Ég meina, allt landið er að verða fyrir árás, allar stofnanir, allt sem gerir Ameríku að því sem hún er,“ sagði Terry Klein, lífeindafræðingur á eftirlaunum, sem mótmælti í Washington í frétt Reuters. „Ég hélt að mótmæladagar mínir væru liðnir, en svo fengum við einhvern eins og Trump og Musk,“ sagði Sue-ann Friedman sem mótmælti í Connecticut. Í Walnut Creek í Kaliforníu voru skilaboðin svona til Trump og Musk. Vísir/EPA Paul Kretschmann, lögmaður á eftirlaunum, var mættur á sín fyrstu mótmæli í Stamford og lýsti áhyggjum af því að Trump ætlaði að lama algjörlega almenna tryggingakerfið og að hann ætlaði sér að tryggja að hann geti setið lengur við völd með því að gera stjórnvöld óvirk. Í frétt Reuters segir að margar af þeim ákvörðunum sem Trump hefur fyrirskipað sé búið að mótmæla með lögsóknum með tilvísun til þess að hann hafi farið fram úr sínum valdheimildum með því að til dæmis reka opinbera starfsmenn, vísa innflytjendum úr landi og að ógilda ýmis lög sem höfðu verið samþykkt til að tryggja rétt trans fólks.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Frakkland Þýskaland Kanada Mexíkó Hinsegin Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20 „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20