„Þetta verður ekki auðvelt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:48 Donald Trump fletti dagblaðinu New York Post í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02