Erfitt að átta sig á áformum Trumps Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. mars 2025 20:19 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi. Vísir/Frikki Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert. Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49