Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 11:24 Sjálfboðaliðar huga að brenndum líkum á götum Baniyas í Sýrlandi á dögunum. AP/Hvítu hjálmar Sýrlands Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. Ofbeldið er talið hafa byrjað með árásum hópa sem tengjast sveitum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á öryggissveitir í í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi. Nokkuð umfangsmikil átök hófust í kjölfarið og sendu ný stjórnvöld Sýrlands liðsauka á svæðið. Öryggissveitir og tengdir hópar, sem eru margir ekki undir stjórn nýrra yfirvalda í Sýrlandi, eru í kjölfarið sagðir hafa myrt fjölmarga óbreytta borgara en á þessum tíma eru Assad-liðar sagðir hafa látið sig hverfa. Fregnir hafa einnig borist af ódæðum óbreyttra borgara gegn öðrum borgurum. Alavítar fyrirlitnir af mörgum súnnítum Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en á sama tíma talað um að þeir sem tóku þátt í ódæðum Assad-liða gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Margir súnnítar eru sagðir fyrirlíta Alavíta í Sýrlandi. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Í grein The Times er rætt við vitni af ýmsum ódæðum í Sýrlandi sem segja vopnaða menn hafa gengið um og spurt fólk hvort það væri Alavítar eða súnnítar. Margir þeirra sem sögðust vera Alavítar voru skotnir til bana, samkvæmt vitnunum. Þetta hófst í bænum Baniyas en þann 6. mars réðust sveitir tengdar Assad á lögreglustöð í bænum og kveiktu í pósthúsi. Seinna felldu þeir svo fimmtán úr öryggissveitum stjórnvalda í umsátri í öðrum nærliggjandi bæ. Seinna streymdu súnnítar í bæinn, bæði meðlimir öryggissveita og annarra hópa og vopnaðir almennir borgarar. Þar leituðu þeir að mönnum og tóku fjölmarga sem sögðust vera Alavítar af lífi. Aðrir, sem sögðust vera súnnítar en gátu ekki svarað nánari spurningum voru einnig skotnir. Sharaa hefur nú heitið því að kafað verði í saumana á ódæðum síðustu daga og hefur stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar en ofbeldið hefur þegar varpað miklum skugga á ríkisstjórn hans. Ahmad Al-Sharaa, forseti Sýrlands, skrifaði í vikunni undir nýja stjórnarskrá Sýrlands.AP/Omar Albam Hafa skráð minnst 961 morð Tölur um fjölda látinna í Sýrlandi hafa verið á miklu reiki, eða allt frá átta hundruð í 1.500. Samtökin Syrian Network for Human Rights, sem hafa um árabil getið af sér gott orð fyrir marktæka skráningu á dauðsföllum í Sýrlandi, sögðu frá því á dögunum að á milli 6. og 13. mars hafi verið skráð 961 morð á umræddu svæði. Þar eru ekki meðtaldir fjölmargir sem féllu í átökum milli öryggissveita og annarra uppreisnarhópa annars vegar og vopnaðra hópa sem tengjast ríkisstjórn Bashars al-Assad hins vegar. Talið er að 432 hafi verið banað af þessum vopnuðum hópum og er um að ræða 207 úr öryggissveitum stjórnvalda og 225 borgara. Öryggissveitir stjórnvalda og aðrir hópar sem tengjast þeim eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti 529 manns. Þarna er bæði um að ræða óbreytta borgara og óvopnaða meðlimi vopnuðu hópanna sem tengjast Assad. Forsvarsmaður SNHR segir erfitt að greina þar á milli, þar sem margir vopnaðir menn hafi ekki verið í einhverskonar einkennisklæðnaði. Daily Update: Extrajudicial Killings on the Syrian Coast (March 6–March 13, 2025)The Syrian Network for Human Rights (SNHR) has documented the extrajudicial killing of 961 individuals between March 6 and March 13, 2025, categorized as follows:1. Killings by Remnants of the…— Fadel Abdul Ghany (@FADELABDULGHANY) March 13, 2025 Mikill áróður Í frétt France24 er meðal annars fjallað um að áróður tengdur þessum ódæðum hafi verið mikill. Er meðal annars vísað til samfélagsmiðla og sérstaklega til umræðu um meinta skipun sem varnarmálaráðuneyti Sýrlands átti að hafa gefið út þar sem mönnum var bannað að taka upp aðgerðir sínar. Þarna var um að ræða falsaða skipun sem hefur verið í mikilli dreifingu, meðal annars hjá aðilum sem hafa lengi dreift áróðri sem á rætur að rekja til Rússlands og Íran. Rætt var við sérfræðing í málefnum Sýrlands sem segir skipunina fölsuðu lið í umfangsmikilli áróðursherferð vegna ódæðanna sem hafa verið framin í Sýrlandi. Þar hafi fjöldi fórnarlamba og umfang ódæðanna verið ýkt verulega auk þess sem því hafi ranglega verið haldið fram að kristnir hafi verið eltir uppi sérstaklega. Trúarleiðtogar kristinna í Sýrlandi hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna óáreiðanlegra upplýsinga í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sýrland Tengdar fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9. mars 2025 08:41 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Ofbeldið er talið hafa byrjað með árásum hópa sem tengjast sveitum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á öryggissveitir í í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi. Nokkuð umfangsmikil átök hófust í kjölfarið og sendu ný stjórnvöld Sýrlands liðsauka á svæðið. Öryggissveitir og tengdir hópar, sem eru margir ekki undir stjórn nýrra yfirvalda í Sýrlandi, eru í kjölfarið sagðir hafa myrt fjölmarga óbreytta borgara en á þessum tíma eru Assad-liðar sagðir hafa látið sig hverfa. Fregnir hafa einnig borist af ódæðum óbreyttra borgara gegn öðrum borgurum. Alavítar fyrirlitnir af mörgum súnnítum Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en á sama tíma talað um að þeir sem tóku þátt í ódæðum Assad-liða gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Margir súnnítar eru sagðir fyrirlíta Alavíta í Sýrlandi. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Í grein The Times er rætt við vitni af ýmsum ódæðum í Sýrlandi sem segja vopnaða menn hafa gengið um og spurt fólk hvort það væri Alavítar eða súnnítar. Margir þeirra sem sögðust vera Alavítar voru skotnir til bana, samkvæmt vitnunum. Þetta hófst í bænum Baniyas en þann 6. mars réðust sveitir tengdar Assad á lögreglustöð í bænum og kveiktu í pósthúsi. Seinna felldu þeir svo fimmtán úr öryggissveitum stjórnvalda í umsátri í öðrum nærliggjandi bæ. Seinna streymdu súnnítar í bæinn, bæði meðlimir öryggissveita og annarra hópa og vopnaðir almennir borgarar. Þar leituðu þeir að mönnum og tóku fjölmarga sem sögðust vera Alavítar af lífi. Aðrir, sem sögðust vera súnnítar en gátu ekki svarað nánari spurningum voru einnig skotnir. Sharaa hefur nú heitið því að kafað verði í saumana á ódæðum síðustu daga og hefur stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar en ofbeldið hefur þegar varpað miklum skugga á ríkisstjórn hans. Ahmad Al-Sharaa, forseti Sýrlands, skrifaði í vikunni undir nýja stjórnarskrá Sýrlands.AP/Omar Albam Hafa skráð minnst 961 morð Tölur um fjölda látinna í Sýrlandi hafa verið á miklu reiki, eða allt frá átta hundruð í 1.500. Samtökin Syrian Network for Human Rights, sem hafa um árabil getið af sér gott orð fyrir marktæka skráningu á dauðsföllum í Sýrlandi, sögðu frá því á dögunum að á milli 6. og 13. mars hafi verið skráð 961 morð á umræddu svæði. Þar eru ekki meðtaldir fjölmargir sem féllu í átökum milli öryggissveita og annarra uppreisnarhópa annars vegar og vopnaðra hópa sem tengjast ríkisstjórn Bashars al-Assad hins vegar. Talið er að 432 hafi verið banað af þessum vopnuðum hópum og er um að ræða 207 úr öryggissveitum stjórnvalda og 225 borgara. Öryggissveitir stjórnvalda og aðrir hópar sem tengjast þeim eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti 529 manns. Þarna er bæði um að ræða óbreytta borgara og óvopnaða meðlimi vopnuðu hópanna sem tengjast Assad. Forsvarsmaður SNHR segir erfitt að greina þar á milli, þar sem margir vopnaðir menn hafi ekki verið í einhverskonar einkennisklæðnaði. Daily Update: Extrajudicial Killings on the Syrian Coast (March 6–March 13, 2025)The Syrian Network for Human Rights (SNHR) has documented the extrajudicial killing of 961 individuals between March 6 and March 13, 2025, categorized as follows:1. Killings by Remnants of the…— Fadel Abdul Ghany (@FADELABDULGHANY) March 13, 2025 Mikill áróður Í frétt France24 er meðal annars fjallað um að áróður tengdur þessum ódæðum hafi verið mikill. Er meðal annars vísað til samfélagsmiðla og sérstaklega til umræðu um meinta skipun sem varnarmálaráðuneyti Sýrlands átti að hafa gefið út þar sem mönnum var bannað að taka upp aðgerðir sínar. Þarna var um að ræða falsaða skipun sem hefur verið í mikilli dreifingu, meðal annars hjá aðilum sem hafa lengi dreift áróðri sem á rætur að rekja til Rússlands og Íran. Rætt var við sérfræðing í málefnum Sýrlands sem segir skipunina fölsuðu lið í umfangsmikilli áróðursherferð vegna ódæðanna sem hafa verið framin í Sýrlandi. Þar hafi fjöldi fórnarlamba og umfang ódæðanna verið ýkt verulega auk þess sem því hafi ranglega verið haldið fram að kristnir hafi verið eltir uppi sérstaklega. Trúarleiðtogar kristinna í Sýrlandi hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna óáreiðanlegra upplýsinga í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Sýrland Tengdar fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9. mars 2025 08:41 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39
Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9. mars 2025 08:41
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02