Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 11:24 Sjálfboðaliðar huga að brenndum líkum á götum Baniyas í Sýrlandi á dögunum. AP/Hvítu hjálmar Sýrlands Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. Ofbeldið er talið hafa byrjað með árásum hópa sem tengjast sveitum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á öryggissveitir í í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi. Nokkuð umfangsmikil átök hófust í kjölfarið og sendu ný stjórnvöld Sýrlands liðsauka á svæðið. Öryggissveitir og tengdir hópar, sem eru margir ekki undir stjórn nýrra yfirvalda í Sýrlandi, eru í kjölfarið sagðir hafa myrt fjölmarga óbreytta borgara en á þessum tíma eru Assad-liðar sagðir hafa látið sig hverfa. Fregnir hafa einnig borist af ódæðum óbreyttra borgara gegn öðrum borgurum. Alavítar fyrirlitnir af mörgum súnnítum Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en á sama tíma talað um að þeir sem tóku þátt í ódæðum Assad-liða gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Margir súnnítar eru sagðir fyrirlíta Alavíta í Sýrlandi. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Í grein The Times er rætt við vitni af ýmsum ódæðum í Sýrlandi sem segja vopnaða menn hafa gengið um og spurt fólk hvort það væri Alavítar eða súnnítar. Margir þeirra sem sögðust vera Alavítar voru skotnir til bana, samkvæmt vitnunum. Þetta hófst í bænum Baniyas en þann 6. mars réðust sveitir tengdar Assad á lögreglustöð í bænum og kveiktu í pósthúsi. Seinna felldu þeir svo fimmtán úr öryggissveitum stjórnvalda í umsátri í öðrum nærliggjandi bæ. Seinna streymdu súnnítar í bæinn, bæði meðlimir öryggissveita og annarra hópa og vopnaðir almennir borgarar. Þar leituðu þeir að mönnum og tóku fjölmarga sem sögðust vera Alavítar af lífi. Aðrir, sem sögðust vera súnnítar en gátu ekki svarað nánari spurningum voru einnig skotnir. Sharaa hefur nú heitið því að kafað verði í saumana á ódæðum síðustu daga og hefur stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar en ofbeldið hefur þegar varpað miklum skugga á ríkisstjórn hans. Ahmad Al-Sharaa, forseti Sýrlands, skrifaði í vikunni undir nýja stjórnarskrá Sýrlands.AP/Omar Albam Hafa skráð minnst 961 morð Tölur um fjölda látinna í Sýrlandi hafa verið á miklu reiki, eða allt frá átta hundruð í 1.500. Samtökin Syrian Network for Human Rights, sem hafa um árabil getið af sér gott orð fyrir marktæka skráningu á dauðsföllum í Sýrlandi, sögðu frá því á dögunum að á milli 6. og 13. mars hafi verið skráð 961 morð á umræddu svæði. Þar eru ekki meðtaldir fjölmargir sem féllu í átökum milli öryggissveita og annarra uppreisnarhópa annars vegar og vopnaðra hópa sem tengjast ríkisstjórn Bashars al-Assad hins vegar. Talið er að 432 hafi verið banað af þessum vopnuðum hópum og er um að ræða 207 úr öryggissveitum stjórnvalda og 225 borgara. Öryggissveitir stjórnvalda og aðrir hópar sem tengjast þeim eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti 529 manns. Þarna er bæði um að ræða óbreytta borgara og óvopnaða meðlimi vopnuðu hópanna sem tengjast Assad. Forsvarsmaður SNHR segir erfitt að greina þar á milli, þar sem margir vopnaðir menn hafi ekki verið í einhverskonar einkennisklæðnaði. Daily Update: Extrajudicial Killings on the Syrian Coast (March 6–March 13, 2025)The Syrian Network for Human Rights (SNHR) has documented the extrajudicial killing of 961 individuals between March 6 and March 13, 2025, categorized as follows:1. Killings by Remnants of the…— Fadel Abdul Ghany (@FADELABDULGHANY) March 13, 2025 Mikill áróður Í frétt France24 er meðal annars fjallað um að áróður tengdur þessum ódæðum hafi verið mikill. Er meðal annars vísað til samfélagsmiðla og sérstaklega til umræðu um meinta skipun sem varnarmálaráðuneyti Sýrlands átti að hafa gefið út þar sem mönnum var bannað að taka upp aðgerðir sínar. Þarna var um að ræða falsaða skipun sem hefur verið í mikilli dreifingu, meðal annars hjá aðilum sem hafa lengi dreift áróðri sem á rætur að rekja til Rússlands og Íran. Rætt var við sérfræðing í málefnum Sýrlands sem segir skipunina fölsuðu lið í umfangsmikilli áróðursherferð vegna ódæðanna sem hafa verið framin í Sýrlandi. Þar hafi fjöldi fórnarlamba og umfang ódæðanna verið ýkt verulega auk þess sem því hafi ranglega verið haldið fram að kristnir hafi verið eltir uppi sérstaklega. Trúarleiðtogar kristinna í Sýrlandi hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna óáreiðanlegra upplýsinga í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sýrland Tengdar fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9. mars 2025 08:41 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Ofbeldið er talið hafa byrjað með árásum hópa sem tengjast sveitum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á öryggissveitir í í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi. Nokkuð umfangsmikil átök hófust í kjölfarið og sendu ný stjórnvöld Sýrlands liðsauka á svæðið. Öryggissveitir og tengdir hópar, sem eru margir ekki undir stjórn nýrra yfirvalda í Sýrlandi, eru í kjölfarið sagðir hafa myrt fjölmarga óbreytta borgara en á þessum tíma eru Assad-liðar sagðir hafa látið sig hverfa. Fregnir hafa einnig borist af ódæðum óbreyttra borgara gegn öðrum borgurum. Alavítar fyrirlitnir af mörgum súnnítum Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en á sama tíma talað um að þeir sem tóku þátt í ódæðum Assad-liða gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Margir súnnítar eru sagðir fyrirlíta Alavíta í Sýrlandi. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Í grein The Times er rætt við vitni af ýmsum ódæðum í Sýrlandi sem segja vopnaða menn hafa gengið um og spurt fólk hvort það væri Alavítar eða súnnítar. Margir þeirra sem sögðust vera Alavítar voru skotnir til bana, samkvæmt vitnunum. Þetta hófst í bænum Baniyas en þann 6. mars réðust sveitir tengdar Assad á lögreglustöð í bænum og kveiktu í pósthúsi. Seinna felldu þeir svo fimmtán úr öryggissveitum stjórnvalda í umsátri í öðrum nærliggjandi bæ. Seinna streymdu súnnítar í bæinn, bæði meðlimir öryggissveita og annarra hópa og vopnaðir almennir borgarar. Þar leituðu þeir að mönnum og tóku fjölmarga sem sögðust vera Alavítar af lífi. Aðrir, sem sögðust vera súnnítar en gátu ekki svarað nánari spurningum voru einnig skotnir. Sharaa hefur nú heitið því að kafað verði í saumana á ódæðum síðustu daga og hefur stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar en ofbeldið hefur þegar varpað miklum skugga á ríkisstjórn hans. Ahmad Al-Sharaa, forseti Sýrlands, skrifaði í vikunni undir nýja stjórnarskrá Sýrlands.AP/Omar Albam Hafa skráð minnst 961 morð Tölur um fjölda látinna í Sýrlandi hafa verið á miklu reiki, eða allt frá átta hundruð í 1.500. Samtökin Syrian Network for Human Rights, sem hafa um árabil getið af sér gott orð fyrir marktæka skráningu á dauðsföllum í Sýrlandi, sögðu frá því á dögunum að á milli 6. og 13. mars hafi verið skráð 961 morð á umræddu svæði. Þar eru ekki meðtaldir fjölmargir sem féllu í átökum milli öryggissveita og annarra uppreisnarhópa annars vegar og vopnaðra hópa sem tengjast ríkisstjórn Bashars al-Assad hins vegar. Talið er að 432 hafi verið banað af þessum vopnuðum hópum og er um að ræða 207 úr öryggissveitum stjórnvalda og 225 borgara. Öryggissveitir stjórnvalda og aðrir hópar sem tengjast þeim eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti 529 manns. Þarna er bæði um að ræða óbreytta borgara og óvopnaða meðlimi vopnuðu hópanna sem tengjast Assad. Forsvarsmaður SNHR segir erfitt að greina þar á milli, þar sem margir vopnaðir menn hafi ekki verið í einhverskonar einkennisklæðnaði. Daily Update: Extrajudicial Killings on the Syrian Coast (March 6–March 13, 2025)The Syrian Network for Human Rights (SNHR) has documented the extrajudicial killing of 961 individuals between March 6 and March 13, 2025, categorized as follows:1. Killings by Remnants of the…— Fadel Abdul Ghany (@FADELABDULGHANY) March 13, 2025 Mikill áróður Í frétt France24 er meðal annars fjallað um að áróður tengdur þessum ódæðum hafi verið mikill. Er meðal annars vísað til samfélagsmiðla og sérstaklega til umræðu um meinta skipun sem varnarmálaráðuneyti Sýrlands átti að hafa gefið út þar sem mönnum var bannað að taka upp aðgerðir sínar. Þarna var um að ræða falsaða skipun sem hefur verið í mikilli dreifingu, meðal annars hjá aðilum sem hafa lengi dreift áróðri sem á rætur að rekja til Rússlands og Íran. Rætt var við sérfræðing í málefnum Sýrlands sem segir skipunina fölsuðu lið í umfangsmikilli áróðursherferð vegna ódæðanna sem hafa verið framin í Sýrlandi. Þar hafi fjöldi fórnarlamba og umfang ódæðanna verið ýkt verulega auk þess sem því hafi ranglega verið haldið fram að kristnir hafi verið eltir uppi sérstaklega. Trúarleiðtogar kristinna í Sýrlandi hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna óáreiðanlegra upplýsinga í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Sýrland Tengdar fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9. mars 2025 08:41 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39
Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. 9. mars 2025 08:41
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02