„Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2025 13:31 Ruben Amorim hyggst ræða við Alejandro Garnacho. ap/Peter Byrne Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að ræða við Alejandro Garnacho um viðbrögð hans við því að vera skipt af velli í leiknum gegn Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í gær. United vann 3-2 sigur á nýliðum Ipswich þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Danski vinstri bakvörðurinn Patrick Dorgu fékk rautt spjald fyrir brot á Omari Hutchinson á 43. mínútu. Í kjölfarið tók Amorim Garnacho af velli og setti varnarmanninn Noussair Mazraoui inn á. Garnacho fór beint til búningsherbergja en hann virtist vilja fara úr treyjunni sinni þar sem það rigndi hressilega í Manchester í gær. „Ég ætla að tala við Garnacho um þetta,“ sagði Amorim eftir leikinn á Old Trafford. Amorim valdi Garnacho ekki í leikmannahóp United fyrir leikinn gegn Manchester City í desember. Sömu sögu var að segja af Marcus Rashford sem hefur nú verið lánaður til Aston Villa. Garnacho er hins vegar áfram hjá United. „Þú ert að tengja þetta við við Rashford,“ sagði Amorim við blaðamenn eftir leikinn í gær. „Það var kalt og blautt.“ Amorim segir að ákvörðunin að taka Garnacho hafi verið taktísks eðlis, svo hann gæti verið áfram með fimm varnarmenn inni á vellinum. „Hugsunin var að við myndum spila 5-3-1. Það var áhætta því Garnacho er sá sem getur ógnað maður gegn manni með hraða sínum. Við þurftum að taka einhvern út af. Þetta var mín ákvörðun,“ sagði Amorim. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig eftir 27 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
United vann 3-2 sigur á nýliðum Ipswich þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Danski vinstri bakvörðurinn Patrick Dorgu fékk rautt spjald fyrir brot á Omari Hutchinson á 43. mínútu. Í kjölfarið tók Amorim Garnacho af velli og setti varnarmanninn Noussair Mazraoui inn á. Garnacho fór beint til búningsherbergja en hann virtist vilja fara úr treyjunni sinni þar sem það rigndi hressilega í Manchester í gær. „Ég ætla að tala við Garnacho um þetta,“ sagði Amorim eftir leikinn á Old Trafford. Amorim valdi Garnacho ekki í leikmannahóp United fyrir leikinn gegn Manchester City í desember. Sömu sögu var að segja af Marcus Rashford sem hefur nú verið lánaður til Aston Villa. Garnacho er hins vegar áfram hjá United. „Þú ert að tengja þetta við við Rashford,“ sagði Amorim við blaðamenn eftir leikinn í gær. „Það var kalt og blautt.“ Amorim segir að ákvörðunin að taka Garnacho hafi verið taktísks eðlis, svo hann gæti verið áfram með fimm varnarmenn inni á vellinum. „Hugsunin var að við myndum spila 5-3-1. Það var áhætta því Garnacho er sá sem getur ógnað maður gegn manni með hraða sínum. Við þurftum að taka einhvern út af. Þetta var mín ákvörðun,“ sagði Amorim. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig eftir 27 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira