Carragher kallaði Ferdinand trúð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2025 09:32 Jamie Carragher og Rio Ferdinand háðu marga hildina sem leikmenn Liverpool og Manchester United og léku saman með enska landsliðinu. getty/James Gill Jamie Carragher brást ókvæða við gagnrýni Rios Ferdinand á ummæli hans um Mohamed Salah og Afríkukeppnina og kallaði gamla landsliðsfélagann sinn trúð. Carragher fékk talsverða gagnrýni fyrir ummæli sín um að Afríkukeppnin væri ekki jafn stórt mót og til dæmis EM. Hann sagði jafnframt að það að Mohamed Salah spilaði í henni ynni ekki með honum þegar kæmi að möguleikanum á að vinna til verðlauna á borð við Gullboltann. Ferdinand fannst ekki mikið til ummæla Carraghers koma og gagnrýndi þau í hlaðvarpi sínu. „Já, Afríkukeppnin fær ekki sama stuðning og EM en það þýðir ekki að þú eigir að gengisfella hana. Það ætti að bera meiri virðingu fyrir henni,“ sagði Ferdinand. „Ég skil hvað Jamie er að segja en er ekki sammála því. Það er sök meirihlutans og er ekki rétt. Ég held að sambönd eins og FIFA ættu að tala um Afríkukeppnina eins og EM og Copa América. Jamie hefur rétt fyrir sér. Ef Salah myndi vinna Afríkukeppnina myndi það ekki hafa nein áhrif á neinn þegar þeir kjósa fyrir Gullboltann sem er rangt.“ Carragher var ekki sáttur við þessi ummæli Ferdinands. „Ég sagði þetta ekki trúðurinn þinn. Hættu að stökkva á þennan vagn eins og þú gerir alltaf,“ skrifaði Carragher á Instagram. Salah hefur ekki enn unnið Afríkukeppnina á ferlinum en hann varð í 2. sæti með egypska liðinu 2017 og 2021. Salah hefur átt frábært tímabil með Liverpool og er bæði marka- og stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Rauði herinn er með ellefu stiga forskot á toppi hennar. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. 24. febrúar 2025 13:01 „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum. 23. febrúar 2025 18:27 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Carragher fékk talsverða gagnrýni fyrir ummæli sín um að Afríkukeppnin væri ekki jafn stórt mót og til dæmis EM. Hann sagði jafnframt að það að Mohamed Salah spilaði í henni ynni ekki með honum þegar kæmi að möguleikanum á að vinna til verðlauna á borð við Gullboltann. Ferdinand fannst ekki mikið til ummæla Carraghers koma og gagnrýndi þau í hlaðvarpi sínu. „Já, Afríkukeppnin fær ekki sama stuðning og EM en það þýðir ekki að þú eigir að gengisfella hana. Það ætti að bera meiri virðingu fyrir henni,“ sagði Ferdinand. „Ég skil hvað Jamie er að segja en er ekki sammála því. Það er sök meirihlutans og er ekki rétt. Ég held að sambönd eins og FIFA ættu að tala um Afríkukeppnina eins og EM og Copa América. Jamie hefur rétt fyrir sér. Ef Salah myndi vinna Afríkukeppnina myndi það ekki hafa nein áhrif á neinn þegar þeir kjósa fyrir Gullboltann sem er rangt.“ Carragher var ekki sáttur við þessi ummæli Ferdinands. „Ég sagði þetta ekki trúðurinn þinn. Hættu að stökkva á þennan vagn eins og þú gerir alltaf,“ skrifaði Carragher á Instagram. Salah hefur ekki enn unnið Afríkukeppnina á ferlinum en hann varð í 2. sæti með egypska liðinu 2017 og 2021. Salah hefur átt frábært tímabil með Liverpool og er bæði marka- og stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Rauði herinn er með ellefu stiga forskot á toppi hennar.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. 24. febrúar 2025 13:01 „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum. 23. febrúar 2025 18:27 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Metin sex sem Salah setti í gær Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. 24. febrúar 2025 13:01
„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01
„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32
Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum. 23. febrúar 2025 18:27