Hafa verið þrettán ár af lygum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:01 Sonia Bompastor tók við kvennaliði Chelsea eftir síðasta tímabil og hefur gert mjög góða hluti með liðið. Getty/Mike Hewitt Sonia Bompastor hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea síðan hún tók við liðinu af Emmu Hayes. Á dögunum opinberaði hún leyndarmál fjölskyldunnar. Bompastor sagði þá frá langtímasambandi sínu við aðstoðarkonu sína Camille Abily. Þær eiga fjögur börn saman. Franskir fjölmiðlar eins og bæði L'Equipe og RMC hafa rætt við Bompastor í tilefni af útkomu ævisögu hennar, „A life in football“. Í bókinni talar hún um einkalíf sitt í fyrsta skiptið. Hún ræddi við L'Equipe um þá ákvörðun hennar og Camille að segja frá fjölskylduhögum sínum í fyrsta skiptið. „Að segja frá lífi mínu með Camille í fyrsta sinn. Að segja frá því að við séum í sambandi. Þetta hafa verið þrettán ár af lygum og okkur líður ekkert sérstaklega vel með það að opinbera þetta,“ sagði Bompastor við L'Equipe. Dans son autobiographie qui paraît mercredi, Sonia Bompastor, ex-internationale française désormais entraîneuse de Chelsea, retrace son parcours exceptionnel et dévoile qu'elle partage sa vie depuis plusieurs années avec Camille Abily, son adjointe.➡️ https://t.co/7ReE7TLlru pic.twitter.com/XLwc0w3uPV— L'ÉQUIPE (@lequipe) February 19, 2025 „Við höfum farið mjög leynt með þetta og við viljum fyrst og fremst fá að lifa fullkomlega venjulegu lífi,“ sagði Bompastor. Bompastor er 44 ára gömul en lagði skóna á hilluna fyrir tólf árum eða árið 2013. Hún lék á sínum tíma 156 landsleiki fyrir Frakka og spilaði stærstan hluta ferils síns með Lyon. Bompastor þjálfaði Lyon frá 2021 til 2024 og var þannig þjálfari liðsins þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hrökklaðist frá franska félaginu eftir að félagið studdi hana ekki þegar hún varð ófrísk. Kærasta hennar, Camille Abily, er fjórum árum yngri en þær léku saman hjá bæði Lyon og franska landsliðinu. Abily setti skóna upp á hilluna árið 2018 og var aðstoðarþjálfari Lyon frá 2019 til 2024. Hún fylgdi síðan Bompastor til Chelsea. Báðar eru þær síðan í hópi leikjahæstu landsliðskvenna Frakka frá upphafi. Abily er í fimmta sæti en Bompastor í því áttunda. Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Bompastor sagði þá frá langtímasambandi sínu við aðstoðarkonu sína Camille Abily. Þær eiga fjögur börn saman. Franskir fjölmiðlar eins og bæði L'Equipe og RMC hafa rætt við Bompastor í tilefni af útkomu ævisögu hennar, „A life in football“. Í bókinni talar hún um einkalíf sitt í fyrsta skiptið. Hún ræddi við L'Equipe um þá ákvörðun hennar og Camille að segja frá fjölskylduhögum sínum í fyrsta skiptið. „Að segja frá lífi mínu með Camille í fyrsta sinn. Að segja frá því að við séum í sambandi. Þetta hafa verið þrettán ár af lygum og okkur líður ekkert sérstaklega vel með það að opinbera þetta,“ sagði Bompastor við L'Equipe. Dans son autobiographie qui paraît mercredi, Sonia Bompastor, ex-internationale française désormais entraîneuse de Chelsea, retrace son parcours exceptionnel et dévoile qu'elle partage sa vie depuis plusieurs années avec Camille Abily, son adjointe.➡️ https://t.co/7ReE7TLlru pic.twitter.com/XLwc0w3uPV— L'ÉQUIPE (@lequipe) February 19, 2025 „Við höfum farið mjög leynt með þetta og við viljum fyrst og fremst fá að lifa fullkomlega venjulegu lífi,“ sagði Bompastor. Bompastor er 44 ára gömul en lagði skóna á hilluna fyrir tólf árum eða árið 2013. Hún lék á sínum tíma 156 landsleiki fyrir Frakka og spilaði stærstan hluta ferils síns með Lyon. Bompastor þjálfaði Lyon frá 2021 til 2024 og var þannig þjálfari liðsins þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hrökklaðist frá franska félaginu eftir að félagið studdi hana ekki þegar hún varð ófrísk. Kærasta hennar, Camille Abily, er fjórum árum yngri en þær léku saman hjá bæði Lyon og franska landsliðinu. Abily setti skóna upp á hilluna árið 2018 og var aðstoðarþjálfari Lyon frá 2019 til 2024. Hún fylgdi síðan Bompastor til Chelsea. Báðar eru þær síðan í hópi leikjahæstu landsliðskvenna Frakka frá upphafi. Abily er í fimmta sæti en Bompastor í því áttunda.
Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira