Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 18:02 Donald Trump og Vladimír Pútín töluðu saman í um eina og hálfa klukkustund. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum. Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum.
Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59