Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 11:01 Dwight McNeil og Harvey Elliott takast á síðast þegar liðin mættust á vellinum, í apríl í fyrra. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa. „Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
„Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira