Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 14:29 JD Vance í pontu í París í dag. AP/Michel Euler Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið. Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið.
Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36
Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48
Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent