Gervigreind

Fréttamynd

Ekkert at­huga­vert við fundinn og stjórnin starfshæf

Stjórn Félags akademískra starfsmanna Bifrastar (FAB) segir að stjórnendur bifrastar, þar með talið rektor, byggi á því fyrir stjórn skólans að ekki hafi verið staðið rétt að málunum á fundi félagsins á miðvikudag þegar vantrausti var lýst yfir á yfirstjórn skólans. FAB segir ekkert til í þeim málflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnin hugsun skipti máli

Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að vanda sig og beita var­úð

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir mikilvægt að fara varlega með gervigreind í starfsemi háskóla í kjölfar frétta um að yfirstjórn Bifrastar hafi notað gervigreind til að meta höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans.

Innlent
Fréttamynd

Akademískir starfs­menn lýsa yfir van­trausti á rektor

Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. 

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkja­stjórn kemur barnaníðs­efni Musk til varnar

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Gerður höfundur að fræði­grein sem hann skrifaði ekki

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði

Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af  börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Auð­mýkt gagn­vart ó­vissunni

Ég efast um að þau fyrirtæki sem voru best að giska á hvað gerist 2026 nái mestum árangri, a.m.k. til lengri tíma litið. Þau fyrirtæki sem búa svo um hnútana að þau geti náð árangri, hvernig sem framtíðin þróast, munu ná mestum langtímaárangri og vinna sigrana sem að er stefnt.

Umræðan
Fréttamynd

„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“

Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 

Innlent
Fréttamynd

Bresk stjórn­völd segja við­brögð X „móðgandi“

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Tak­marka mynda­fram­leiðslu Grok í skugga gagn­rýni

Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af ís­lenskum konum

Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar.

Innlent
Fréttamynd

Hvað vildu Ís­lendingar vita á árinu 2025?

Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2025. Fólk var mikið að pæla í líffræðilegu kyni og áhrifum hlýnunar jarðar. Þá vekur athygli hve margir höfðu áhuga á Axlar-Birni.

Lífið
Fréttamynd

Sænskur ráð­herra hlutgerður á miðli Musk

Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins.

Erlent
Fréttamynd

Hvað tengir typpi og gullregn?

Flest lærum við á unga aldri að sama orðið hefur margar merkingar. Aðstæður, samhengi og gildismat stýra því að sömu orð vekja upp mismunandi tilfinningar. Ítrekað finnst einum viðeigandi það sem öðrum finnst óviðeigandi.

Skoðun
Fréttamynd

Er þetta bóla?

Miðað við þá mikla möguleika sem gervigreindinni fylgir en einnig gífurlegum fjölda óþekktra stærða, getur nánast enginn sagt með vissu hvort fjárfestar hegða sér óskynsamlega. Ég ráðlegg því engum að setja allt sitt á gervigreindina nema þeir séu tilbúnir að tapa öllu ef illa fer.

Umræðan
Fréttamynd

Glugga­gægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við

Í íslenskri þjóðtrú er Gluggagægir saklaus, oft svolítið forvitinn hrekkjalómur. Hann laumast að glugganum til að sjá hvort eitthvað fýsilegt sé inni, helst hangikjöt eða laufabrauð. Hann er fyrir utan, við erum fyrir innan, og valdið er okkar, við getum alltaf dregið gardínurnar fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín orðin stjórnar­for­maður

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns nýrrar gervigreindarmiðstöðvar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Miðstöðin sem hefur fengið nafnið New Nordics AI var stofnuð fyrr í haust en Katrín gegnir stjórnarformennsku fyrir hönd Almannaróms.

Innlent
Fréttamynd

Að gluða tómat­sósu yfir sushi-ið

Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason eru meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, og maklega svo, þetta er afar athyglisverð og vel heppnuð saga.

Menning
Fréttamynd

Verð­fall þekkingar í heimi gervi­greindar

Viðsnúningurinn sem þarf í viðskiptum felst því ekki í því að slökkva á gervigreindinni, heldur í því að kveikja á nýrri umræðu um þekkingu: Hvaða þekkingu viljum við rækta, hvernig nýtum við nýja tækni til að magna hana upp og hvaða ákvörðunum erum við tilbúin að bera ábyrgð á?

Umræðan
Fréttamynd

Að­eins skapandi eyði­legging mun bæta sam­keppnis­hæfni Evrópu

Nú þegar alþjóðleg stjórnmál hafa neytt Evrópusambandið til að endurhugsa hvernig tryggja eigi fullveldi, öryggi og velmegun, má það ekki taka nýsköpun sem sjálfsögðum hlut. Þetta mikilvægasta tannhjól hagvaxtar mun ekki virka rétt nema gangverkinu verði viðhaldið og liðkað fyrir því.

Umræðan