Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2025 08:36 Altman og Musk greinir á um það hvert OpenAI ber að stefna. Getty Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar. Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala. no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want— Sam Altman (@sama) February 10, 2025 Musk svaraði um hæl: „Svindlari“. Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor. Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný. Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi. Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar. Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala. no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want— Sam Altman (@sama) February 10, 2025 Musk svaraði um hæl: „Svindlari“. Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor. Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný. Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi. Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira