Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:26 Gular viðvaranir taka gildi í dag og gilda út daginn á miðhálendi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Veðurstofan Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að næstu daga verði á landinu suðlægar áttir sem komi með mildu lofti. Því er spáð vætusömu veðri víða um land en þó lengst af þurrt norðaustanlands. Í dag verður rigning með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu, en slydda eða snjókoma norðvestantil í fyrstu. Þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður, hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig seinnipartinn. Á morgun verður rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Dregur aðeins úr vindi síðdegis, sunnan 8 til 15 metrar á sekúndu annað kvöld, hvassast norðantil. Áfram milt, hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag verður áfram minnkandi vindur og suðlæg átt, fimm til 15 metrar á sekúndu síðdegis. Rigning eða súld öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 7 stig, en kólnar fyrir norðan og austan seinnipartinn. Á vef Vegagerðar kemur fram að víða er snjóþekja og snjókoma og hálkublettir. Verið er að kanna ástand vega á Vestfjörðum. Nánar hér á vef Vegagerðar og nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13. Lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan. Á miðvikudag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 13-18 seinnipartinn. Rigning eða súld með köflum, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðanlands. Á fimmtudag og föstudag: Ákveðin austan- og suðaustanátt. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki norðan- og austantil. Á laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig, en annars þurrt að mestu og hiti í kringum frostmark. Veður Færð á vegum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að næstu daga verði á landinu suðlægar áttir sem komi með mildu lofti. Því er spáð vætusömu veðri víða um land en þó lengst af þurrt norðaustanlands. Í dag verður rigning með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu, en slydda eða snjókoma norðvestantil í fyrstu. Þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður, hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig seinnipartinn. Á morgun verður rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Dregur aðeins úr vindi síðdegis, sunnan 8 til 15 metrar á sekúndu annað kvöld, hvassast norðantil. Áfram milt, hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag verður áfram minnkandi vindur og suðlæg átt, fimm til 15 metrar á sekúndu síðdegis. Rigning eða súld öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 7 stig, en kólnar fyrir norðan og austan seinnipartinn. Á vef Vegagerðar kemur fram að víða er snjóþekja og snjókoma og hálkublettir. Verið er að kanna ástand vega á Vestfjörðum. Nánar hér á vef Vegagerðar og nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13. Lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan. Á miðvikudag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 13-18 seinnipartinn. Rigning eða súld með köflum, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðanlands. Á fimmtudag og föstudag: Ákveðin austan- og suðaustanátt. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki norðan- og austantil. Á laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig, en annars þurrt að mestu og hiti í kringum frostmark.
Veður Færð á vegum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira