Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 17:50 Stefán Teitur var farinn af velli áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Sex leikir fóru fram síðdegis í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, FA bikarsins á Englandi. Útkljá þurfti tvær viðureignir með vítaspyrnukeppni. Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn