„Félagið setur mig í skítastöðu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2025 15:09 Arnór í leik með Blackburn Vísir/Getty Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum. Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira
Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira