„Félagið setur mig í skítastöðu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2025 15:09 Arnór í leik með Blackburn Vísir/Getty Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum. Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira
Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira