Var vopnaður þremur byssum Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 09:52 Frá minningarathöfn í Örebro í gærkvöldi. EPA/ANDERS WIKLUND Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Lögreglan í Svíþjóð hélt blaðamannafund um árásina í morgun. Þar kom meðal annars fram að útkallið vegna árásarinnar barst klukkan 12:33 að staðartíma og að fyrstu lögregluþjónarnir voru mættir á vettvang rétt rúmlega fimm mínútum síðar. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 35 ára gamli Rickard Andersson. Honum hefur verið lýst sem miklum einfara og hafði hann verið atvinnulaus um nokkuð skeið. Hann skipti um nafn fyrir átta árum en var með hreina sakaskrá og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Á fundinum kom fram að mögulegt sé að Andersson hafi á einhverjum tímapunkti stundað nám í skólanum en það mun ekki hafa verið staðfest. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að svo virðist sem Andersson hafi ekki skotið fólk af handahófi. Hann hafi gengið framhjá sumum í skólanum. Andersson skaut tíu til bana og særði nokkra til viðbótar en svipti sig svo lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Fyrst skaut hann þó á lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Svíþjóðar um blaðamannafundinn. Lögregluþjónarnir svöruðu ekki skothríðinni en Andersson er sagður hafa notast við reyksprengjur í skólanum. Lík hans fannst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Hefur það verið útskýrt með því að vísa til þess að skólalóðin sé mjög stór og óreiðan hafi verið mikil á vettvangi. Andersson var með leyfi fyrir fjórum byssum og þrjár þeirra fundust við hlið líks hans. Lögreglan hefur lagt hald á fjórðu byssuna sem mun væntanlega hafa fundist á heimili hans. Einnig fundust um tíu tóm magasín í skólanum og mikið magn af ónotuðu skotum í fórum Anderssons. Ekki hefur verið upplýst um tegund skotvopnanna en að minnsta kosti eitt þeirra mun hafa verið riffill. Áður hefur komið fram að Andersson bar vopnin inn í skólann í gítartösku, eða sambærilegri tösku, og gekk um skólann um tíma. Þá hafi hann farið inn á salerni þar sem hann klæddi sig í föt í felulitum og tók upp byssurnar. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Lögreglan í Svíþjóð hélt blaðamannafund um árásina í morgun. Þar kom meðal annars fram að útkallið vegna árásarinnar barst klukkan 12:33 að staðartíma og að fyrstu lögregluþjónarnir voru mættir á vettvang rétt rúmlega fimm mínútum síðar. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 35 ára gamli Rickard Andersson. Honum hefur verið lýst sem miklum einfara og hafði hann verið atvinnulaus um nokkuð skeið. Hann skipti um nafn fyrir átta árum en var með hreina sakaskrá og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Á fundinum kom fram að mögulegt sé að Andersson hafi á einhverjum tímapunkti stundað nám í skólanum en það mun ekki hafa verið staðfest. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að svo virðist sem Andersson hafi ekki skotið fólk af handahófi. Hann hafi gengið framhjá sumum í skólanum. Andersson skaut tíu til bana og særði nokkra til viðbótar en svipti sig svo lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Fyrst skaut hann þó á lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Svíþjóðar um blaðamannafundinn. Lögregluþjónarnir svöruðu ekki skothríðinni en Andersson er sagður hafa notast við reyksprengjur í skólanum. Lík hans fannst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Hefur það verið útskýrt með því að vísa til þess að skólalóðin sé mjög stór og óreiðan hafi verið mikil á vettvangi. Andersson var með leyfi fyrir fjórum byssum og þrjár þeirra fundust við hlið líks hans. Lögreglan hefur lagt hald á fjórðu byssuna sem mun væntanlega hafa fundist á heimili hans. Einnig fundust um tíu tóm magasín í skólanum og mikið magn af ónotuðu skotum í fórum Anderssons. Ekki hefur verið upplýst um tegund skotvopnanna en að minnsta kosti eitt þeirra mun hafa verið riffill. Áður hefur komið fram að Andersson bar vopnin inn í skólann í gítartösku, eða sambærilegri tösku, og gekk um skólann um tíma. Þá hafi hann farið inn á salerni þar sem hann klæddi sig í föt í felulitum og tók upp byssurnar.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent