Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:54 Maður kveikir á kerti við Risbergska-skólann í Örebro. EPA/ANDERS WIKLUND Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16
Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21