Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 17:31 Sumir sérfræðingar eru á því að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United hafi sett Marcus Rashford út af sporinu. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo stoppaði stutt í seinna skiptið sem hann kom til Manchester United en einn knattspyrnusérfræðingur segir að fórnarkostnaðurinn af komu hans hafi mögulega ýtt einum efnilegasta leikmanni félagsins út af sporinu. Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira