Arteta vonsvikinn Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 12:31 Mikel Arteta ræðir hér við sína menn Vísir/Getty Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga. Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira